Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 13
FEDOR Mlchailowltth Dostojewsky er, ásamt Puschkin, Gogol og Tolstoi, einn glæsilegasti per- sónuleikinn í rússneskum bókmenntum. Skáldsögur hans og smásögur hafa haft mikil og djúpstæð áhrif meðal mikils hluta alls almennings. Verk hans leggja að mörkum merkilegar rannsóknir á sálarlíf- inu og leiða í ljós hin sjúklegustu og þjáningar- fyllsm viðhorf hins mannlega sálarlífs. Einn gagn- rýnandi hans, Lavin Janko, lýsir því yfir, að Dosto- jewsky leitist við að skynja sjálft eðli lífsins og kanna leyndardóma hins eðlilega um leið og hann hrekur hið raunhæfa og heilbrigða út í hið sjúklega og óhófskennda. Það er ástæða til að álykta, að sjúkdómur hans hafi þvingað hann til að skrifa og jafnframt verið hinn illi andi, sem hann var ofsótmr af. Rannsóknir á flogaveiki Dostojewskys gemr vís- að veginn til skilnings á verkum hans, auk hins læknisfræðilega áhuga, sem hann kann að vekja. Dostojewsky fæddist 1821. Hann var sonur efn- aðs læknis. Faðir hans hefur að öllum líkindum verið drykkjusjúkur og þjáðst af krömpum. Orsakir þeirra voru aldrei kunnar. Móðir skáldsins var af bændaætmm. Þótt Dostojewsky væri viðkvæmur og íhugull að eðlisfari, hóf hann verkfræðinám og skaraði fram úr í háskólanum. Samskipti hans við FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL FEDOR DOSTODEWSKY nokkra rithöfunda í vinahópi hans í Sct. Pémrsborg og góðar móttökur, sem skáldsaga hans, „Snautt fólk", fékk, varð til þess, að hann breytti framtíðar- áætlunum sínum og barðist fyrir að gera skáld- sagnagerðina að ævistarfi sínu. En allar framtíðar- vonir hans urðu að engu, þegar hann var allt í einu fangelsaður að nótm til, 1849, a fhermönnum keis- arans. Hann var ásakaður fyrir fjarstæðukenndar hugsjónagrillur, sem á þeim tímum voru taldar upp- reisnarandi. Fangelsun hans og fangavist varð sársaukafyllsta tímabil lífs hans. Honum var haldið í fangelsisklefa í 4 mánuði, án þess að hann hefði hugmynd um ástæðuna fyrir því. Loks komu réttarhöldin. Skáldið var dæmt til dauða og það átti að skjóta hann á Semenovskitorginu ásamt mtmgu og einum þján- ingarbróður. Nokkrum sekúndum áður en aftakan átti að fara fram, komu boð frá zarnum um, að hann hefði náðað fangana, og að þeir ætm að flytjast til Síberíu. í Síberíu var hann hafður í þrælkunarvinnu um 4 ára skeið. Þar kynntist hann Maríu, fyrsm konu sinni. Tíu árum síðar, 1859, sneri hann afmr heim til Hvíta-Rússlands og tók nú að skrifa á ný. 1864 missti hann konu sína og bróður sinn, Michail. Það varð til þess að fullkomna ógæfu hans, að hann lenti í þrotlausum fjárhagsörðugleikum og allar tilraunir hans til að koma af stað bókmennta- tímaritum misheppnuðust með öllu. Hann leitaðist við að sigrast á þessum hörmung- 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.