Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 16
tækifæra til þess að njóta hvíldar og alls þess, sem menningin hefur bezt að bjóða. En verður þetta ofaná í risaborgum framtíðarinnar? Mun loftmengunin, sem iðnaðurinn og ökutækin valda, verða svo mikil, að hún ógni Iífi mannanna. Hún er þegar komin á það stig að valda sífelldum kvörtunum. Verður nokkurn tíma hægt að ráða við hinn sívaxandi hávaða? Og er ekki hætta á, að hinn ærandi hraði og órói borganna, svokölluð sál- fræðileg mengun, geti jafnvel orðið fólkinu um megn? í þróunarlöndunum stækka borgirnar einnig ört og í jöðrum þeirra spretta upp útborgir, sam- söfn ömurlegustu fátækrahverfa, eintóm hræðileg, heilsuspillandi hreysi. Einhver mesti vandi, sem borg framtíðarinnar verður að fást við, er að sjá fyrir nægilegu vatni og vernda það fyrir mengun. í þróunarlöndum, þar sem heita má, að hreint ómeng- að drykkjarvatn sé undantekning, er ástandið þegar hræðilegt. í iðnaðarlöndunum er vatnsmengun stór- kostleg og margar vestrænar borgir eiga einskis annars úrkosta en að setja klór í drykkjarvatnið. Sér- fræðingar við alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa komizt að raun um, að það mundi kosta 6 þús- und milljónir dollara á 15 ára tímabili að tryggja 200 milljónum manna nægar birgðir af góðu drykkjarvatni. Vatnsmengunin er ekki hið eina. sem ógnar fólkinu í iðnaðarborgunum. Loftmengunin er allt að því eins alvarleg. Og hinn endalausi hávaði borganna er alvarlegt vandamáL Morð, þjófnaður, drykkjusýki, eiturlyfjanotkun, vændi og afbrota- hneigð unglinga er að vísu ekkert táknrænt fyrir borgirnar eða sérmál þeirra, en þó eru borgirnar það umhverfi, sem stuðlar mest að þessari óheilla- þróun. Það verður að finna nýjar leiðir til þess að ráðast gegn afbrotum og glæpum vegna borga framtíðar- innar. Við upphaf 21. aldarinnar munu 34 hlutar alls mannkynsins búa í borgum. Það gefur hug- mynd um, hvílík gífurleg vandamál bíða húsameist- aranna og þeirra, sem skipuleggja borgirnar. Það eru ekki einungis byggingar stórkostlegra íbúða- samstæðna, sem þar koma til greina, heldur verður þar jafnframt að hugsa fyrir að fullnægja öllum þeim kröfum, sem munu verða gerðar og verður að gera vegna fólks morgundagsins. Borgarhlutana verður að aðskilja með stórum gróðursvæðum, ef til vill í sínu villta eða upprunalega ástandi og þannig komi þau sem mótvægi gegn áhrifum borg- arinnar, sem er í fullri andstöðu við hina ósnertu náttúru. Það verður einnig óhjákvæmilegt, að draga sem mest úr fjarlægðunum milli heimilanna og vinnustaðanna. Hvers virði eru allir frítímarnir, ef mestur hluti þeirra fer í að komast frá skrifstofunni eða verksmiðjunni og heim til sín? Tæknilegar framfarir munu valda meiri áhyggj- um á morgun en þær gera í dag. Sú þverstæðu- kennda aðstæða, sem við nú erum í, mun magnast og versna stórum. Á öðru leytinu erum við hreykin af tæknilegum afrekum okkar, en á hinn bóginn óttumst við afleiðingar þeirra. Upprunalega voru vélarnar, sem maðurinn fann upp, aðeins hjálpar- gögn, sem gerðu hann hæfan til þess að auka tækni- legt vald sitt. Smám saman hafa þær bolað mannin- um til hliðar og hlutverk hans er aðeins orðið það, frh. á hls. 22 16 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.