Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 17
KynsjÚKDÓmAR eru bráðsmitandi og fara í vöxt víðast hvar í heiminum. Það er því fullkomin á- stæða til þess að vara alvarlega við þeim og þess vegna tók Fréttabréfið eftirfarandi grein upp úr ástralska heilsufræðiritinu „Healtb" - heilbrigði. Meira en helmingur þeirra, sem koma til meðferðar vegna kynsjúkdóma á spítala eða aðrar lækninga- stöðvar, eru innan við tvítugt. Það getur verið mjög erfitt fyrir sjúklingana að greina byrjunareinkenni sjúkdómsins og sérstaklega gildir það fyrir konurn- ar. Aðeins læknisskoðun og athugun sýnis á rann- sóknarstofu getur leitt sjúkdóminn í ljós. Það veltur á mjög miklu að taka sjúkdóminn snemma til með- ferðar. Öll venjuleg tilfelli eru læknanleg. Kynsjúk- dómar læknast ekki án meðferðar, þó að einkennin hverfi oft tímum saman. Sjúkdómurinn getur smit- að aftur og aftur, ónæmi gegn honum skapast ekki. Ekkert náið samband við smitað fólk má eiga sér stað og það verður að koma tafarlaust til læknis. Þeir, sem vita um smitaða sjúklinga, eða hafa grun um þá, ættu að koma heilbrigðisþjónusmnni til hjálpar með því að láta vita um það í trúnaði og þeim, sem ganga með sjúkdóminn, ber skilyrðislaus skylda til að skýra frá, hvar þeir smituðust. Á annan hátt er ekki hægt að hafa hemil á honum. Læknis- hjálpin er algert trúnaðarmál. Persónuleg leynd hennar er vernduð með lögum, nema þegar börn innan 16 ára aldurs eiga í lilut, þá er foreldrunum FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Stuöliö aö útrýmingu kynsjúkdóma eða ráðamönnum barnanna gert aðvart. Af tveim algengustu sjúkdómunum er lekandinn yfirgnæf- andi. Einkenni hans eru útferð frá kynfærunum og skerandi sársauki, þegar þvaginu er kastað, þó get- ur það einkenni vantað hjá konum. Þetta skeður 3- 7 dögum eftir smitandi samfarir, og einkennin kunna að hverfa, en sjúkdómurinn grefur um sig, getur valdið blindu, hjartasjúkdómum, liðagigt. Lek- andinn getur gert sjúklingana óhæfa til að geta börn. Það gildir bæði um menn og konur, og hann getur orsakað blindu hjá börnum sjúkrar móður. Þó að syfilis sé minna útbreiddur, er hann ennþá geigvænlegri. Án læknismeðferðar þróast hann í þrem stigum og er bráðsmitandi á tveimur þeim fyrstu. Fyrsta einkennið kemur 10-90 dögum eftir smitun (oft ógreinanlegt hjá konum) sem sársauka- laust, opið sár á kynfærunum. Það hverfur, en að þremur til sex vikum liðnum koma annars stigs einkennin í ljós, ýmist nokkur þeirra eða öll, en þau eru hiti, útsláttur, munnangur, höfuðverkur, hálsbólga, hárlos. Þessi einkenni geta haldizt í meira en ár, en eftir það getur sjúkdómurinn legið í leyni allt upp í 30 ár eða lengur. Meðal afleiðinga hans á þriðja stiginu er blinda, geðveiki, hjartasjúkdóm- ur, lamanir, bæklanir eða dauði. Móðir með syfilis flytur sjúkdóminn yfir á barnið, sem hún gengur með, en læknismeðferð um meðgöngutímann lækn- ar bæði barn og móður. Syfilis er hægt að finna á öllum stigum með einfaldri blóðrannsókn. Kynsjúkdómarnir breiðast út með kynmökum. Sýklarnir eru svo viðkvæmir, að þeir deyja innan 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.