Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 19
Ótti og angist verri en líkamlegar þjáningar fyrir lítil börn MÖRGUM foreldrum finnst ekkert jafnast á við þá ásakandi samvizku og kvöl, þegar þau verða að yfir- gefa barnið sitt dauðfölt og með augun flóandi í tárum, starandi eftir sér frá sjúkrarúminu í spítal- anum. En það er engin undankomuleið, hvorki fyrir foreldrana né barnið. Börn verða veik og þurfa að fara á spítala og foreldrarnir verða að sætta sig við að annars er ekki kostur. Eða er það svo? Geta for- eldrarnir geit eitthvað til þess að sjúkrahúsvistin verði ekki sú andlega áþján fyrir börnin, sem hún iðulega er? Rannsóknir sýna að nánast 1 af hverjum 10 börn- um verður fyrir alvarlegum sálrænum áhrifum af sjúkrahúsvist, sem haldast mánuðum saman. Og hjá langflestum þeirra veldur spítalavistin óþægilegum minningum. Það einkennilega er, að börn sem eru minnst ve'k fara verst út úr því. Litla barnið sem hefur étið þvottaefni eða gleypt pillurnar hennar mömmu sinnar, eða drengurinn, sem hefur dottið af hjólinu og er borinn hálfmeðvitundarlaus eða telpan sem verður að leggjast inn vegna bráðrar botnlangabólgu, gerir sér grein fyrir að spítalinn er staður þar sem fólk er læknað. En 3ja ára drengur- inn, sem finnur ekki annað en að hann sé stálhraust- ur, en er þó settur á spítala þar sem hann er gerður veikur og ómögulegur dögum saman, lítur hvorki á læknana né hinar elskulegustu hjúkrunarkonur, sem neina frelsandi engla. í hans augum verður spítalinn staður sem gerir fólk veikt. Barnalæknir, sem hefur langa reynslu að baki, segir: Lítil börn þola í rauninni líkamlegar þjáningt- ar ótrúlega vel. Oft standa þau sig betur en þeir FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Foreldrarnir eiga oft sökina d spítalahrœðslunni fullorðnu. Það sem skapar mestan vanda er hræðsl- an, angistin og örygisleysið. Það er hið mikla hlut- verk foreldranna að reyna að afstýra þessu. Það er furðulegt hvað vel greindir og samvizku- samir foreldrar geta gert sig seka um að ala upp hræðslu við spítala ,löngum áður en barnið kemst í þá afstöðu að þurfa að fara þangað. Ef þú hleypur svona út á götuna, ef þú snertir rafmagnstengilinn, ef þú leikur þér að eldspýtum, finnurðu voða mikið til og þá verðurðu að fara á spítala. Þannig ógna margir án þess að hugsa um hvað þeir eru að segja. Því miður líta börnin ekki þannig á, að það að meiða sig sé liræðileg reynsla, en að lenda á spítala sé hreint það versta sem geti hent nokkra lifandi veru. Ofgafull umhyggja og vorkunnsemi getur líka orðið til þess að börnin fari að gruna, að eitthvað hræðilegt bíði þeirra. Ég skil vel hræðslu foreldr- anna og örvæntingu þegar börnin eru veik, sagði nef-, háls- og eyrnasérfræðingurinn, en ég er hrædd- ur um að jafnvel ástúðlegasta móðir geri sér ekki nógu ljóst, hvað auðveldlega hún smitar barnið með áhyggjum sínum og gerir því þar með erfiðara að komast í gegnum spítalavistina, án þess að verða fyrir andlegum áföllum. í stað þess að gefa í skyn að barninu sé einhver óskapleg vorkunn, á að lata í ljós við það, að hér sé ekkert að gerast nema það sem svo óendanlega margir verði að láta sig hafa. Alltof margir foreldrar flýja á náðir ósann- söglinnar og það í bezta hugsanlegum tilgangi, víkja sér undan að gefa hrein svör, reyna að friða börnin með hálfgerðum blekkingum, í stað þess að segja 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.