Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 20
þeim allan sannleikann um það sem bíður þeirra. Það er miklu betra að segja barni sem þarf að láta taka úr sér hálseitlana, að því verði voða illt í háls- inum nokkra daga, í stað þess að láta allt líta út eins og það ætti að fara í afmælisboð. Mútur til að hafa barnið gott og loforð um að það verði komið heim eftir 1 eða 2 daga - sem engin vissa er að saðið verði við - gerir aðeins illt verra. Þegar barnið er komið á spítalann er einnig margt, sem foreldrarnir geta gert fyrir það. Rann- sóknir seinni tíma hafa sannað að börn sem fá að hafa foreldra sína sem mest hjá sér, meðan þau eru á spítalanum, ná sér fyrr og fá síður andleg áföll en hin. Hvað hægt er að framkvæma þetta í stórum stíl er vitanlega fyrst og fremst undir spítalareglun- um komið. En allir foreldrar ættu að færa sér heim- sóknartímana eins vel í nyt og hugsanlegt er. FEDOR DOSTOJEWSKY . . . frh. af bls. 14. „Þeir, sem eru svo hamingjusamir að vera heil- brigðir, geta þó ekki gert sér grein fyrir þeirri gleði, sem við vesalings flogaveikissjúklingarnir finnum En þetta er ekki alltaf jafnauðvelt. Það geta verið önnur börn heima til að sinna og spítalinn getur verið langt undan. Sá, sem hefur möguleika til að heimsækja spítalann ætti því að sýna dálitla tillits- semi einnig öðrum börnum en sínum. Það er hægt að segja fleirum ævintýri en einungis barninu sínu og ef til vill að taka með smáhluti til þeirra sem aldrei fá neitt. Nýir leikir á hverjum degi fyrir yngsm börnin og bækur handa þeim stærri geta gert kraftaverk. Mörgum börnum fellur illa við spítalann hreinlega af því að þeim dauðleiðist þar. Ef foreldrarnir notuðu skynsemi sína og gengju rösklega fram í því að hjálpa börnunum, í stað þess að skapa spítalahrasðslu hjá þeim og fylla þau áhyggjum, yrðu þau áreiðanlega færri sem gengju með leiðinlegar minningar um sjúkrarúm og hvít- klædda menn. til á undan köstunum. Ekki er neinn vafi á, að Mohamed fékk paradísar-sjónskynjanir sínar í köst- um, sem hafa líkzt mínum." Með því að alhæfa þessa tegund áru eða flogboða, skjátlaðist skáldinu, því að hann er mjög sjaldgæfur í þessari eldmóðs-mynd. Orðin, sem hann notar til þess að lýsa þessum einkennum, bera vott um, að 20 FRÉTTABRÉF UM HEII.BRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.