Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.07.1969, Blaðsíða 22
HEILSUFARí HEIMI MORGUNDAGSINS frh. af bls. 16. að hafa auga með þeim. Það fer ekki á milli mála, að tæknin mun einnig valda byltingu í læknisfræð- inni og á sjúkrahúsunum. Riifeindaheilar munu mjög létta störf Iæknanna við að greina sjúkdóma og gefa ráð við þeim. Læknarnir munu mata heil- ann á því, sem þeir finna að sjúklingunum og heil- inn mun skila þeim aftur lista yfir hugsanlegar sjúk- dómsgreiningar. Allar nauðsynlegusm efnarann- sóknir verða framkvæmdar með elektróniskum að- ferðum og síðan birtar lækninum af rafeindaheila. Hann mun einnig skrá sjúkrasögurnar og skjalfesta. Sé rétt að öllu farið, verður útkoman ábyggileg, slétt og felld án tímatafa, því rafeindaheilinn verður aldrei þreytmr og missir aldrei þolinmæðina. Hann getur létt af læknunum og hjúkrunarfólkinu miklu af minniháttar fastastörfum og rannsóknum. Þetta lækkar einnig kostnaðinn við læknishjálpina, meiri tími verður afgangs til þess að rannsaka alvarleg til- felli. En þrátt fyrir allar þessar framfarir, má læknir- inn aldrei gleyma að líta á sjúklinga sína sem mann- legar verur. Á þessum vettvangi verður vélin ekki annað en hjálpargagn og má aldrei verða það, hvorki nú né á 21. öldinni. Hin geysilega fólks- fjölgun morgundagsins mun valda mörgum þung- um vanda, hvað snertir öflun matvæla. Fyrst af öllu verður að leitast við að minnka bilið á milli fátækra og ríkra landa. Spurningunni, hvort takast megi að útrýma hungrinu, sem virðist nú teljast eðlilegt ástand meðal % hluta mannkynsins, verður ekki auðsvarað. Það verður að finna nýjar aðferðir, til þess að framleiða egjahvíturíkar fæðutegundir í stórum stíl sem verksmiðjuvarning. Nýjar og full- komnari aðferðir við framleiðslu landbúnaðaraf- urða verða að koma. Allskonar fordómar, afmrhald og hindurvitni í þeim efnum, sem viðgengst og hamlar eðlilegum framförum í sumum löndum, verður að ryðja úr vegi, og síðast en ekki sízt verður að vinna mikið og vel. Til þess þarf að auka fræðslu á öllum sviðum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun nú sem fyrr veita mikla og ómetanlega þjón- usm öllu mannkyninu til heilla, með því að fylgjast með mikilvægum vandamálum og styðja að Iausn þeirra. f þau 20 ár, sem hún hefur starfað, hefur hún náð stórkostlegum árangri með framkvæmdum sín- um um gjörvallan heim.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.