Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 3

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 3
Odysseifskviðan um Papanicoulaou lækni eða Dr. Pap, sem er orðið gælunafn hans um alla Amer- íku og víðar, er nafnið á kvikmynd, sem var gerð um líf hans og starf. Sýning þessarar kvikmyndar var hámark hátíðahaldanna, sem fóru fram í sam- bandi við alheimsþing um krabbamein í legi, sem haldið var í New Orleans í Marz sl. á vegum amer- íska ktabbameinsfélagsins. Papanicoulaou, læknir- inn, er nú genginn á fund feðra sinni fyrir nokkr- um árum, en kona hans, hinn frábæri lífsförunaut- ur og verndari, var heiðursgestur þingsins, er sýndi henni og minningu manns hennar mikla sæmd með sýningu kvikmyndarinnar um þau, og á ýmsan ann- an hátt. Eins og lesendum Fréttabréfsins mun vera orð- ið kunnugt af því sem áður hefur verið sagt þar, er Papanicoulaou tvímælalaust einn af mestu vís- indamönnum á sviði læknisfræðinnar, sem uppi hef- ur verið og jafnframt einn af mestu velgerðarmönn- um mannkynsins úr hópi lækna. Það féll í hans hlut að finna upp prófið, sem við hann er kennt og Ameríkanar kalla „Pap-test" eða Pap-prófið. Það er notað til þess að leita uppi byrj- andi krabbamein í leghálsi kvenna og hefur valdið mesm byltingu, sem um getur í sögu læknisfræðinn- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Odysseifs - kviða Dr. Pap. ar, hvað snertir að finna krabbamein á byrjunarstigi - meðan það er enn fullkomlega læknanlegt. í Ameríku, þar sem þessar rannsóknir voru fyrst teknar upp og hafa lengst farið fram, hefur legháls- krabbameininu þegar fækkað um helming. Stórkost- legur árangur, sem engan dreymdi um að mundi nást á svo skömmum tíma, því leghálskrabbameinið hefur verið ein geigvænlegasta krabbameinstegund, sem læknavísindin hafa átt í höggi við. í Odysseifskviðunni, kvikmyndinni um Papani- coulaou, var honum fylgt víða um lönd og um fjöl- marga staði. Hún hófst á frumbernsku hans í Grikk- landi, þar sem faðir hans var læknir. Hún sýnir hann sem stúdent í Múnchen, þar sem hann hlaut doktorsgráðu í líffræði til viðbótar lokaprófi í lækn- isfræði, sem hann lauk í Aþenu. Þá birtist hann sem aðstoðarmaður í sæminjasafninu í Monacoo, er hann kvæntist æskuvinkonu sinni, og sem læknir í gríska hernum. Loks kemur hinn glæsilegi ferill hans í Ameríku og nú skipar hann sinn milda og verðskuldaða sess í sögu læknisfræðinnar. Krabbame nsfélag fslands hefur nú eignazt eintak af þessari kvikmynd, sem mun verða sýnd víða um land á þessum vetri. Yfirlæknarnir frú Alma og Hjalti Þórarinsson voru þátttakendur í læknaþinginu í New Orleans. Bj. Bj.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.