Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 8
Frank J. Ayd Jr. MD.: Hvað hafið þér séð marga sjúklinga svipaða þess- um? - Þreytulegur maður um fimmtugt kemur inn og kvartar um verki í brjósti, krampa í kviðarholinu, bakverki og dofa í tám og fingrum. Hann segist stundum vera með svima. Líkamleg rannsókn leið- ir ekkert í ljós nema hvað hann hefur létzt upp á síðkastið. Hann segist hafa tapað 15 pundum og viðurkennir, að hann sé lystarlaus. Hann kveðst hafa misst áhugann fyrir öllu: konunni, vinnuni og öllum fyrri áhugamálum. Og han vaknar miklu fyrr en venjulega, allskonar leiðindahugsanir sækja á hann. Hann hefur, að því er virðist glatað öllu sjálfstrausti. Nei, eiginlega ekkert sérstakt að; hann óttast aðeins, að hann sé að missa heilsuna eða stöðuna. „Ef til vill þyrfti ég að fá góðar svefn- pillur," segir hann með dapurlegu brosi. Kona 22ja ára, sem er nýbúin að eignast annað barnið, getur ekki lengur unnið heimilisverkin vegna þrekleysis í fótum og baki. Móðir hennar hafði dvalizt hjá henni til aðstoðar, þegar fyrra barnið fæddist, en nú var hún alvarlega veik. Sjúkl- Mynd hins vœga þunglyndis og meðferð þess (Skrifað fyrir lcekna) ingurinn segist vera nánast eðlilegur og heilbrigður að kvöldinu, en síkvíðin og andvaka framan af nóttu, og henni verður óglatt og tárast við morgun- verðinn. Hún fær roðauppþot á hálsinn og bringuna og er að mestu hætt að borða. Maðurinn hennar hefur þrábeðið hana að fara í allsherjar læknisskoð- un. Rannsókn leiðir í Ijós smávægilegt blóðleysi, en tæpast neina aðra líkamlega kvilla. Maður kemur með 68 ára gamla systur sína, vegna þess að hún hafði legið í drykkjuskap heila viku, sem aldrei hafði komið fyrir áður. En hún hafði smátt og smátt verið að komast út úr öllu sambandi við vini sína, að sögn bróðurins og stein- hætt að sinna heimilinu. Hún hafði borðað lítið um skeið vegna höfuðverkja og meltingatruflana og hafði stöku sinnum gripið til áfengis í von um að losna við kvíðann og bæta svefninn. Seinna við- urkennir þessi aldraða kona, að hún óttist að missa vitið. Þó flest sé ólíkt með þessum sjúkligum er eitt sameiginlegt með þeim: er það kannski kvíðinn? Ef til vill, en fyrst og fremst finnst þó hjá þeim 8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.