Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 10
ar, er skynsamlegt að leita ráða geðlæknis, fari sjúklingnum ekki fram, þegar meðferðin hefur stað- ið nokkurn tíma eða honum versnar skyndilega. Það, sem þarf til þess að ná góðum árangri: Heimilislæknirinn stendur flestum betur að vígi við að koma þunglynda sjúklingnum til hjálpar, vegna þess að til hans er leitað fyrst og er oft prýði- lega hæfur til að fást við byrjandi þunglyndi. Hér kcma nokkrar ábendingar til þessara lækna. Þunglyndi sjúklingurinn þarfnast ákveðinna aðgerða, en ekki ómerkilegs káks. Hann mundi áreiðanlega hefja sig upp úr lægð- inni, ef hann gæti. Oft verða hvatningar í þá átt frá aðstandendum og samherjum til að draga hann enn lengra niður. Vitanlega á að líta eftir og taka til greina líkamleg- ar umhvartanir hans þó þær séu oft einungis sál- ræns eðlis. Og þar sem hann hefur glatað sjálfstrausti sínu, verðið þér að láta hann styðjast við sálarstyrk yðar um tíma. Þegar þér takið að yður slíkan sjúkling, eigið þér að veita honum traust og fullvissu. Auk lyfjagjafar, sé hún nokkur, á að gefa honum ákveðnar lífsregl- ur að fara eftir innan hins nýja, takmarkaða lífs- sviðs. Einnig er mjög gott, ef þér getið miðlað málum og dregið úr spennunni, sem kann að mynd- ast vegna óþolinmæði makans eða gagnrýni at- vinnuveitandans. Honum kann að fara versnandi áður en batinn befst. Hinn þunglyndi sjúklingur er venjulega þung- búinn og haldinn geðsveiflum, enda með meinlok- ur og allt verður að vera eftir hans höfði. Bæði hann sjálfur og fjölskyldan verða samvinnuþýðari sé þeim sagður allur sannleikurinn. Auk þess að segja aðstandendum, að sjúklingnum muni tvímælalaust batna, á að gera þeim Ijóst, hvers þeir megi vænta, þangað til batinn kemur. Séu gefin lyf, á að segja sjúklingnum og skyldmennum helztu lyfjafræðilegu áhrif þeirra, eins og að þau geti valdið þurrki í munni og hvaðeina. Ég segi sjúklingum mínum og aðstandendum þeirra, að slík áhrif séu eðlileg, þau þýði, að lyfið sé eins og vera ber og verði ekki um- flúin, eigi það að ná tilætluðum árangri. Ég legg einnig áherzlu á, að lyfið geti bætt, en veiti ekki skyndilegan bata. Þunglyndið ásækir fólk mest eftir 30 ára aldur- inn og sérstaklega á tímabilinu 40 til 60 ára. Barn eða unglingur getur fengið þunglyndisköst, sem standa 3 mánuði, en hjá fólki á þrítugsaldri standa þau V2-I ár, hjá þeim, sem eru á fertugs- og fimmtugsaldri endast þau venjulega 9-18 mánuði og hærri talan gildir oftast nær. Sé fólk komið yfir fimmtugt, getur sjúkdómur- inn staðið í nokkur ár. Algengasta mynd hans er breið, grunn dæld. Ef til vill tekst ekki að stytta feril sjúkdómsins, en það er yfirleitt hægt að slæva sárasta brodd hans. Ef sjúklingurinn fylgir hinni sígildu reglu, rennur hann niður á botn dældarinn- ar, einhvern tíma á meðan hann er í umsjá yðar og fer síðan að mjakast upp á við og batna. Orsakirnar eru veigaminni en lœkningin. Leggið áherzlu á að meðhöndla einkennin, að minnsta kosti þangað til sjúklingnum fer að líða betur. Og fullvissið hann um, að honum muni batna. Það, sem hann gerir sér í hugarlund að valdi þunglyndinu, er sennilega ekkert annað en sjúk- dómseinkenni. Sumir geðlæknar halda því oft fast fram, að ef þunglyndur eiginmaður eignaðist nýja konu eða þjakaður vinnuþiggjandi fengi nýtt starf, myndu báðir dauðsjá eftir umskifmnum og komast að raun um, að allt hið fyrra hefði verið miklu betra. Lokið ekki eyrum og buga yðar fyrir honum. Bak við trúnað yðar verður að felast styrkur, ekki yfirdrepsskapur, annars léttið þér hvorki okinu af herðum sjúklingsins né veitið honum neina við- unandi fróun, enda mun hann þá ekki segja yður mikið, sem máli skiptir. Fullkomin greinargerð er bezta vopn þitt í baráttunni, lyfið sem mestu varðar. Spurningar yðar við ýmis tækifæri ættu að snerta 10 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.