Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 17
var heima. Enginn getur verið eins einmana og ég, nema aðrir diykkjusjúklingar. Þess vegna var það eins og lausn úr ánauð að koma hingað. Hér þekkja allir cg skilja vanda annarra, því er hægt að horf- ast í augu við þetca fólk. Ég vildi óska að aðrir vildu fara eins að og ég. Hér er manni hjálpað. Hlekkurinn ber nafn með rentu og það er hægt að finna hvernig keðja öryggisins umlykur okkur og maður hefur á tilfinningunni að vera ekki lengur útskúfaður úr mannfélaginu. Else Níelsen er 55 ára, komst í samband við Hlekkinn fyrir 2 árum og er nú orðin svo læknuð, að hún hefur aðeins antabustöflurnar á sér til ör- yggis. Hún á 2 fullorðnar dætur, er fráskilin, var áður gift lögfrfæðingi, en er nú komin langt í vef- aranámi. - Ég á erfitt með að skilja að ég skuli hafa verið drykkjusjúklingur. En sennilega hefur mér alltaf verið áfengisfíkn í blóð borin. Ég er viðkvæm að eðlisfari og sem ung stúlka varð gé að ganga til geð- sjúkdómalæknis. Ég verð oft miður mín og er næm fyrir öllum ytri áhrifum. Atburður sem skeði fyrir 10 árum setti mig í slíkt uppnám, að ég hellti í mig heilu glasi af koníaki. Það varð upphafið að drykkjuferli mínum, og nokkrum árum síðar varð ég að horfast í augu við það að ég varð að drekka. - Sú tilfinning að ég væri óhæf sem kona magn- aðist af drykkjuskapnum og sífelldri ótryggð mannsins míns. Loks sá ég fyrir nokkrum árum að ég ætti að sækja um skilnað. Eftir því sem ég bezt veit, komst fjölskyldan ekki að raun um drykkju- skap minn. Það var ekki um mikinn trúnað að ræða og ég fól það sem bezt ég mátti. Þó var ég oft í ömurlegu ástandi, en sennilega hefur fólkið haldið að ég væri svona leið. Á tímabilum og einkum í seinni tíð tókst mér oft sjálfri að stöðva drykkjuna. En að lokum viðurkenndi ég allt fyrir lækninum mínum og hann bjargaði mér á rétta leið. Fólk sem ekki stendur sjálft í þeim vanda sem áfengið veldur, á ef til vill erfitt með að skilja hversu alvarlegur cg yfirgripsmikill hann er. Þetta er sannarlega heilsufarslegt vandamál, sem hefur gífurlega fjárhagslega þýðingu, bæði fyrir þjóðfé- lagið og margar fjölskyldur. Hver drykkjusjúklingur sem ekki læknast kostar hið opinbera ótrúlegt fé. Vinnuþrek hans er stórlamað, ef ekki þrotið, og hann er þrem sinnum oftar skráður veikur og ó- vinnfær en aðrir. Þá getur verið að ræða um vist á geðsjúkdómadeildum ,í fangelsum, vinnuheimilum eða drykkjumannahælum. Þá hættir drykkjumönn- um til að valda slysum í umferðinni, bæði á sjálfum sér og öðrum. Ennfremur verður löngum að styrkja bæði drykkjumanninn og fjölskyldu hans fjárhags- lega. Það má því segja, að það sé góð fjárfesting hjá því opinbera að lækna drykkjusjúklinga. Það kostar aðeins kr. 100.000 á ári og svo er sjúklingurinn orð- inn fær um að annast fjölskyldu sína. Líkamlegt ástand drykkjumannsins, sem ekki hef- ur læknazt, er einnig mikill vandi. Mótstöðuafl hans er lítið og heilsan fer versnandi frá ári til árs. Áfengið ræðst á slímhúðirnar, meltingarfærin, lifur, nýru, heilann og taugakerfið. Misnotkun áfengisins hefur oft dauðann í för með sér og rannsóknir í því efni sem hafa farið fram í Svíþjóð, sýna að 5.000 Svíar verða því algerlega að bráð árlega. Áfengis- vandinn er marghliða. Hann kemur ekki aðeins niður á því opinbera, en veldur mismunandi mikl- um liörmungum hjá fjórðung milljónar fullorðinna og barna. Það gjörspillir andrúmsloftinu á heimil- inu og veldur miklum fjárhagslegum erfiðleikum hjá fjölskyldunni. Og það er ekki óalgengt að drykkjumenn séu með 250-450.000 kr .skuld á herðunum, áður en þeir ákveða að koma til með- ferðar. Hundraðstala kvennanna er að vísu lægri meðal drykkjusjúklinganna, en drykkjusýki konunnar virð- ist vera miklu alvarlegra eðlis en karlmannsins. Konur geta gjörspillzt á einu ári og farið úr léttum vínum yfir í brennsluspíritus. Sú þróun tekur yfir- leitt 10-15 ár hjá karlmönnum. Drykkjuvenjur kynjanna eru mjög ólíkar. Karl- mennirnir drekka langmest vegna félagsskaparins, en konurnar fara fljótt að drekka einar. Þeir sem eru umhverfis þær mega sem minnst um þetta vita, og þar sem erfitt er að fela miklar birgðir af öl- flöskum, er aðallega farið í sterku drykkina. Það ligur í augum uppi að hið mikla áfengismagn frh. á bls. 22 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.