Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.10.1969, Blaðsíða 21
Fróðleiksmolar Seinkuð tvíburafceðing. LlTLA dóttir hennar frú May-Britt Petterson fædd- ist 1. nóvember, sonur hennar fæddist 20. desemb- er. Sjö vikna bilið milli tvíburanna er tvímælalaust met í sögu læknisfræðinnar. Frú Petterson, 27 ára gömul móðir frá Vástra Harg, sunnan við Stokkhólm, ól 970 gramma (ekki 4 marka) dóttur 1. nóvember. Barnið fæddist 3 mánuðum fyrir tímann. Þá komst fæðingarlæknir- inn, Alvar Brunge, að þeirri niðurstöðu, að barnið væri tvíburi. Ég ákvað að seinka seinni fæðingunni, sagði hann, og gaf móðurinni því spraum sem stöðvaði fæðingarhríðirnar. Mér var Ijóst að þetta væri ein- asta leiðin til að bjarga seinna barninu, sem virtist ennþá minna en hitt. Hver dagur sem vannst jók vöxt þess. Brunge læknir notaði vakameðferð við konuna. Lyfið sem hún fékk heitir „progesteron", og mynd- ast hjá konum allan meðgöngutímann, og hindrar að barnið fæðist fyrri en á réttum tíma. Sem læknis- lyf er það notað til að hindra fósturlát. Drengurinn, sem fæddist nánast 7 vikum seinna, vóg 2.500 gr. (10 merkur). Linköping spítalinn hefur gefið út þá tilkynningu að börnunum fari vel fram, en ástand fyrra barnsins, litlu telpunnar var mjög alvarlegt fyrst í stað. Hin langa bið á seinni fæðingunni virðist ekki hafa skaðað drenginn á nokkurn hátt. Sjúkrasögur spítalanna á Norðurlöndunum, skýra frá æði mörgum fæðingum, sem hefur verið seink- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL að, en tvíburi frú Petterson hefur greinilega slegið öll met. Frceðsla fyrir almenning til krabbameinsvarna. Miklar frteðsluherferðir hafa verið farnar víðs- vegar um heim allan á undanförnum árum, til þess að leiðrétta allskonar misskilning hjá fólki, hvað snertir krabbameinið. Og það hefur verið reynt að knýja sem flesta til þess að veita fljótt athygli hverju einkenni eða merki, sem gæti leitt til krabbameins eða verið byrjunarstig þess, svo að hægt sé að taka það nógu snemma til læknismeðferðar. í þeim lönd- um, sem fræðslunni um krabbamein hefur verið framfylgt á þennan hátt og hvergi slakað til um langt skeið, hefur sýnt sig, að mikill fjöldi krabba- meina finnst á byrjunarstigum. Vaxandi þekking á uppruna og orsökum krabbameinsins og frumstig- um þess, gefur fræðslunni vaxandi byr til aukinna áhrifa og varnarráðstafana. Og það á ekki að hlífast við því í fræðslustarfseminni að nota orðið krabba- mein hispurslaust eins og hvert annað sjúkdóms- heiti án nokkurs pukurs eða hiks. Það er bezta Ieið- in til þess að eyða óttanum við það og öllu því Ieyndarmakki, sem jafnan hefur fylgt þessu sjúk- dómsheiti bteði meðal almennings og jafnvel lækn- anna. Sé krabbameinsfræðslunni beitt af hispursleysi og skilningi á mannlegum tilfinningum, er hreinn misskilningur, að hún skapi hræðslu við sjúkdóm- inn; það er þvert á móti, þegar til lengdar lættir. (Frá sérfræðinganefnd alþjóðakrabbameinsstofn- unarinnar.) 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.