Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 6
Baldnr Johnsen yfirlœknir, forstöðum. Heilbrigðis- eftirlits ríkisins var ritstjóri blaðsins um árabil. þjóðarinnar. Eins og vér erum sannfærðir um, að fáfræði og hjátrú eru vanþroskaeinkenni þjóðfé- lagsins, eins erum vér sannfærðir um, að þessi vanþroski er læknanlegur með góðri næringu og að sú næring, sem til þarf, er aðgengileg og auðskilin fræðsla." Síðan prófessor Dungal skrifaði þetta, hefur af- staða lækna til fræðslu fyrir almenning breytzt mikið og andstaðan gegn því, að fólk sé frætt um einkenni krabbame'ns og varnir við því, virðist nú vera orðin hverfandi enda er ekki um að villast, að sú fræðsla hefur mjög stuðlað að því, hvað fólk er nú oiðið miklu meira á verði gagnvart krabba- meininu en fyrr á dögum. Það dregur ekki eins cg áður að fara til læknis, þegar það verður vart ein- kenna, sem vekja grun um, að það geti verið í upp- sglingu. Með aukinni þekkingu hefur fólki orðið ljóst, að f!est krabbamein eru læknanleg, sé komið nógu snemma til læknisaðgerða. Almennt er ekki lengur litið á krabbamein sem vonlausan sjúkdóm, er ekki verði rönd við reist og engin ráð séu til að buga. Nú vitum við, að rúmlega þriðjungur alLra krabba- meina læknast og helmingur þeirra væri læknan- legur með þeim aðferðum, sem eru tiltækar í dag, ef samvinna fólksins og læknanna væri sem skyldi. Þótt Fréttabréfið hafi jafnan flutt allskonar fræðslu um k abbamein og varn:r gegn því, hefur það ekki bundið sig við það eitt, heldur leitazt við að fjalla um hvaðeina, sem varðar heilbrigði cg orðið getur þjóðinni til heilsuverndar og mannheilla. Bj. Bj. VASAPENINGAR Börnum er ákaflega mikilvægt að fá vasapeninga, hversu smá sem upphæðin kann að vera. Þau eiga að fá þá reglulega og þar sem þess er kostur, þurfa þeir að svara til aldurs barnsins, en mega þó aldrei vera óhæfilega miklir. Þó barn fái aldrei vasapen- inga, getur það ekki bælt niður þá eðlilegu og meðfæddu löngun, að eiga eitthvað. Segjum, að öll bekkjarsystkinin eignist skemmtilegt leikfang, en eitt barnið sjái engin ráð til þess að safna fyrir því eða e'gnast það á annan hátt. Fyrr eða síðar getur skapazt sú hætta, að það freistist til að taka það ófrjálsri hendi. Þegar börnin hafa fengið sína vasapeninga, eiga ekki neinar kvaðir að ve'a á þeim. Barnið á að fá leyfi til að nota þá að eigin geðþótta, hvort sem það vill kaupa sér eitthvað í munninn, leikfang, öngla eða eitthvað þess háttar, það skiptir ekki máli, og þó foreldrunum finnist það alger hé- gómi, getur það verið stórkostlega þýðingarmikið fyrir barnið. Það lýsir sér vel í sögunni um litla drenginn, sem keypti pund af blönduðum nöglum. Foreldrar hans litu á kaupin sem hreina fjarstæðu og án þess að gefa honum tækifæri til að skýra málið, ráku þau hann grátandi með þá út í búðina, til þess að skila þeim aftur. Það upplýstist þó seinna, að barnið hafði iðulega heyrt föður sinn segja: Það finnst aldrei nagli í þessu húsi, þegar maður þarf á honum að halda. Og drengurinn hafði safnað aurunum sínum, til þess að geta komið sigri hrósandi með naglana, þegar pabbi var í vand- ræðum. 4 FRÉTTABRÉF UM H EI LBRIGÐI SMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.