Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 9
 mennirnir, sem valda öllum umferðarslysunum, þó að þeir séu óneitanlega miklu hættulegri en aðrir. Augnabliks eftirtektarleysi hjá venjulegum og ann- ars aðgætnum ökumönnum veldur alltaf mörgum slysum. Afstaða okkar til ökumanna, sem lenda í umferðarslysum, er yfirleitt afsakandi og umburðar- lynd. Hrteðileg óheppni, segjum við. Jafnvel þó að ökumaðurinn hafi valdið stórkostlegum meiðslum og dauða vegna gáleysis og afglapa. Okkur hættir til að kenna frekar í brjósti um þá en að hrylla við þeim. Við sýnum ekki þeim, sem valda lemstrun og slysum á annan hátt, sömu samúð. Það er kominn tími til, að við förum að ve ða einlægari í for- dæmingu okkar á þeim, sem temja sér skeytinga- lausan og ósvífinn akstur og dæmum þá sem ógnun við þjóðfélagið. Hugsið ykkur, hve margir grobba af því, að hafa stytt ökuferð um nokkrar mínútur með því að aka eins og brjálæðingar. Ef þér hlustið á slíkan tals- máta og látið hjá líða að gera ökumanninum Ijóst, að hann hafi hagað sér ósæmilega og eins og fífl, hafið þér brugðizt skyldu yðar. Þögn yðar getur orðið honurn óbeinlínis hvatning, til þess að herða hraðann enn í annað sinn og þá ef til vill með hæpnum afleiðingum. Það þarf að beita öllum brögðum til þess að gera afstöðu unga fólksins sem heilbrigðasta og að það geri sér Ijóst, að ógætilegur akstur er glæpur, and- þjóðfélagslegt athæfi, og að þeir, sem brjóta lög veganna, verðskulda fordæmingu. Þeir njóta of mikils umburðarlyndis. Sjálfsögð aðgætni, kurteisi og hugsunarsemi mundi draga stórkostlega úr um- ferðatslysunum. Annað, sem mjög gæti dregið úr þeim, eru sætisbeltin. Ef ailt fólk, sem ekur í bílum, hefði hentug sætisbelti og notaði þau reglu- lega, myndi alvarlegum lemstrunum og dauðaslys- um sennilega fækka um allt að því hehning. Notk- un sætisbelta ætti að verða að föstum vana. Sam- vinna við almenning er alveg nauðsynleg, ef við eigum að fækka umferðarslysunum. Án hennar miðar seint í rétta átt. Ströng löggjöf er nauðsyn- leg og þung viðurlög fyrir þá, sem enga samvinnu þýðast. Ef vegfarendur hefðu fullkomna ábyrgðar- tilfinningu og ströng framkvæmd laganna væri við- höfð, þegar þess gerist þörf, myndu fórnirnar, sem umferðin krefst, minnka stórkostlega. Þannig mætti vernda fjölda mannslífa og forða frá mörgum slys- um sem valda örkumlum á ári hverju. Öryggi á veg- unum byggist mjög á eftirfarandi ráðstöfunum: 1. Að kenna öllum og ekki sízt unga fólkinu rétta hegðun og hvaða ábyrgð hvílir á því. Framhald á bls. 19. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.