Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 13
Meiðsli, sem valda dauða, geta orsakazt af falii úr stigum, og þetta getur skeð, jafnvel þó dottið sé úr lítilli hæð. Það getur jafnvel verið hættulegt að standa í neðsm rimunum á stiga, sem er illa fyrir komið og í lélegu ástandi. Nýlega datt verkamaðttr tveim sinnum á tveim dögum úr neðsm rimum á stiga, og dó af meiðslunum, sem hann varð fyrir. Fyrst datt hann úr næst neðsm rim stigans og vinnufélagar hans veittu því athygli, að hann var reikull á eftir. A öðrum degi leitaði hann læknis, vegna skeinu á fingri og kvartaði samtímis um stirðleika í vinstri öxlinni. Að kvöldi þessa dags, féll hann afmr úr stiganum, og það varð honum að bana. Þegar verkamaðurinn hrapaði úr stiganum í annað sinn, var hann að hjálpa ungum birgða- stjóra við að hlaða pökkum í hillur. Hann setti stig- Stigar geta orðið drópsgildrur ann, 13 til 14 feta háan, upp við hillurnar, en það var talið að stiginn hefði stuðzt við þær í 6 feta hæð. Allt þar fyrir ofan var í lausu lofti. Stiginn var í góðu lagi, maðurinn var talinn hafa verið kominn upp í 4-5 rim og um það bil að stíga með öðrum fætinum upp á efsm hilluna, þegar stiginn rann, sennilega vegna þess, að þyngdin færðist yfir á efsta hluta hans, sem var í lausu lofti svo að hann kollsteyptist. Það var talið, að maðurinn hefði steypzt á höfuðið niður í steingólfið. Þrátt fyrir amans sjálfs sigrist á krabbameininu eða með öðr- um orðum, að ónæmisaðgerðir hans komi til skjal- anna. IV. Næringarskorti hefur verið haldið fram á þann hátt, að krabbameinið hafi vaxið svo hratt, að blóðstreymið til þess (súrefni og næring) hafi ekki náð að fullnægja lífskröfum þess. V. Þá er ein skýring gátunnar talin sú, að áhrif efna, sem örva myndun krabbameins, hverfi eða falli úr sögunni af einhverjum ástæðum. VI. Sú skýring, sem liggur beinast við og er nær- tækust, er vitanlega sú, að sjúkdómsgreiningin hafi alltaf verið röng; með öðrum orðum, að ekki hafi verið um krabbamein að ræða. í bók Eversons & Cole eru hinsvegar öll tilfellin endurskoðuð af mik- illi nákvæmni, þannig að ekki gat verið neinn vafi á, að staðið var augliti til auglitis við krabbamein. í lok bókarinnar tekur höfundurinn saman í stuttu máli það, sem hann telur vera megin ástæðuna fyrir því, að krabbamein hverfi af sjálfu sér, sam- kvæmt þeirri þekkingu ,sem menn hafa nú til að bera: I. Þetta einkennilega fyrirbrigði, að krabbamein læknast af sjálfu sér, styður þá hugmynd, að sér- stakar líffræðilegar varnir líkamans gegn því, eigi sér stað og, að í framtíðinni kunni að finnast á- kveðnar læknisaðgerðir byggðar á þessum grund- velli, sem gefi mikil fyrirheit. III. Þó það séu lireinar undantekningar, að krabbamein læknist af sjálfu sér, verður þó að taka slíkt til greina, þegar dæmt er um horfur einstakra krabbameinstegunda. IV. Vitneskjan um, að þetta á sér stað, getur haft sálræn áhrif. V. Á hinn bóginn verðum við að muna, að lík- urnar til þess, að það gerist af sjálfu sér, eru svo óendanlega litlar .samkvæmt skýrslum, að það væri fjarstæða, ef sjúklingar neimðu að láta framkvæma á sér læknisaðgerðir með þeim aðferðum, sem nú eru viðurkenndar. Eversen leggur þann dóm á bókina, að hún sé óvenju ganrýnin og hleypidómalaus, og að ekki verði komizt hjá því að viðurkenna, að einstök krabbamein læknist af sjálfu sér. Bj. Bj. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.