Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 14
það vann hann enn í hálftíma og ók síðan heim til sín. Seinna um kvöldið var hann lagður inn á sítala. Hann dó morguninn eftir úr hjartabilun, sem kom í kjölfar hauskúpubrots. Það verður aldrei um of brýnt fyrir fólki, að stigar geta verið hættulegir. Stigaslys fara sívaxandi og langsamlega mest í iðnað'num. Að vísu orsakar um helmingur þe:rra ekki annað en snúning á lið- um, tognanir og mör, en brot og önnur alvarleg slys eru þó mjög algeng. Oldruðum starfsmönnum hættir meira til að slasast en þeim, sem yngri eru. Nokkrar slysasögur. Hversu vanir sem menn kunna að vera stigum er þó alltaf mögulegt, að þeir slasist í þeim eins og sögurnar hér á eftir bera með sér. Málari fékk hauskúpubrot og grindarbrot, þegar stigi hans rann. Hann stóð þó á sléttum fleti og vélfræðingur hélt meira að segja við stigann. Allt benti til þess, að hann hefði runnið í votri máln- ingu, sem varð til þess, að maðurinn datt niður úr tólf feta hæð. Línumaður, sem var að líta eftir leiðslum að straumbreyti, reisti stiga sinn of beint upp, senni- lega til þess að loka ekki inngangi, sem hann var að vinna í. Hann meiddist á höfði, handlegg og fót- brotnaði, þegar stiginn kastaðist með hann frá veggnum. Verkstjóri fékk brot ofan við úlnliðinn, þegar hann var að fara ofan af þaki byggingar og ofan á aðra lægri, niður stiga, sem var hvorki festur að ofan né studdur sandpokum að neðan. Hann féll 10 fet niður, þegar stiginn rann. Verkamaður, sem hafði verið að bora holur og stóð upp í stiga er rann til jarðar þegar maðurinn var á leið niður, meiddist á fæti við það, að klauf- hamar, sem hann hafði verið að nota, kastaðist á fótinn á honum. Málari var að stíga upp á þak úr stiga ,sem rann vegna þess að hann stóð of langt út frá veggnum. Maðurinn fékk mjaðmarbrot ásamt innri áverkum, sem drógu hann til dauða. Málning skvettist í munn hans og augu úr málningardollunni, sem hann var með. Trésm’ður, sem kepptist við að setja hjarir á þakhlera, fékk öklabrot við að stiginn rann, Gúm- plötur á kjálkaendunum hefðu forðað frá þessu slysi. Stigi, sem verið var að taka niður frá raf- línustaur, rakst í höfuð manns, sem stóð nærri, og tætti höfuðleðrið. Hann hefði átt að hugsa út í að forða sér í tíma. Verkamaður snerist um hné og ökla, þegar timb- urpallur, sem hann lét stigann standa á, féll saman undan þunganum. Athugun pallsins, áður en stig- anum var stillt upp á hann, hefði getað fyrirbyggt þetta. Trésmiður, sem var að losa skrúfubolta úr vegg, missti jafnvægið við það að skrúfa, sem álitin var föst, reyndist laus og kipptist fyrirhafnarlaust út. Þar sem miklu átaki var beitt við þetta, kastaðist maðurinn úr stiganum cg öklabrotnaði. Hér á landi er alltof mikið um, að notaðir séu stigar, sem eru hreinustu drápstæki. Þeim er iðu- lega klastrað saman úr lélegu efn', kvistóttu og feysknu, ekkert gætt að, hvaða styrktarhlutföll þurfi að vera í kjálkum og rimlum. Síðan er ekkert al- 12 fréttabréf um heilbrigðismál

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.