Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 15

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 15
EITTHVAÐ NYTT í LOK síðastlið ns septembermánaðar kom nýtt og æsandi umhugsunarefni til skjalanna, eftir fund, tem k abbameinssérfræðingar liéldu í Cherry Hill, New Jersey. Sagt var frá mörgu nýju, sem komið hafði í ljós um þátt veirunnar í hvítblæði ýmissa dýra cg viss atriði virtust auka grun:nn um tengsl hennar við manna-hvítblæði. Rússneskir vísinda- menn sögðust hafa fundið sjúkdóm í nokkrum kvenöpum, sem hefðu verið sprautaðir með blóði f;á mönnum með hvítblæði. Boris Lapin læknir, sem flutti skýrsluna, gaf í skyn, að hann væri undrandi á niðurstöðunum. Þeir höfðu sprautað dýrin þegar þau voru þunguð í von um, að sjúkdómurinn kynni að koma fram á af- kvæmunum. Eftir að ungarnir fæddust, voru mæð- urnar settar í stóra klefa með öðrum öpum, en ung- arn'r voru hafðir annarsstaðar til sérstakra rann- sókna. Það var sama sagan og áður. Dýrin fengu ekki hvítblæði. Hið óvænta gerðist hálfu öðru ári seinna, þegar sum fullorðnu kvendýranna fengu einkenni banvæns sjúkdóms. Jafnvel enn óvæntara gengara en að þeir séu geymdir úti í öllum veðrum, gegnblautir tímum saman og eru stundum orðnir svo grautfúnir, að þeir halda tæpast nöglum, en þó notaðir, jafnvel til að fara í mikla hæð og flytja með sér þunga hluti. Slíkt er að bjóða hættunum heim og ögra forsjóninni. Vitanlega þyrftu slysa- varn'rnar að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að fræða fólk og vara við þessum háska, er jafnan ógnar fjölda mann~, oft vegna óheyrilegs trassaskapar og kæruleysis. Bj. Bj. og ef til vill enn merkilegra var, að sum hinna kvendýranna, sem ekki höfðu verið sprautuð, fengu sama sjúkdóminn. Hin rökrétta skýring virtist vera sú, að blóðið frá krabbameinssjúklingunum hefði verið mengað af krabbameinsveirum, sem svo or- sökuðu hvítblíeði í dýrunum, er blóðinu var spraut- að í, og að veirurnar hefðu smitað hin dýrin. Sá möguleiki, að hvítblæð frumur hjá mönnum hefðu myndað sjúkdóminn með því að vaxa eða breiðast út í öpunum var útilokað með rannsóknum. Enda eru blóðfrumur manna svo frábrugðnar apablóð- frumum, að þær geta ekki vaxið eða haldizt við í öpum. Ekki var sá möguleiki talinn óhugsandi, að dýrin sem fengu sjúkdóminn er líktist hvítblæði, hefðu smitazt af einhverri óþekktri veiru, sem orsakaði apahvítblæði og því ekki borizt með hinu sjúka mannsblóði. Lapin læknir, við tilraunameinafræðistöð rúss- nesku vísindastofnunarinnar, er í miklu áliti hjá amerískum vísindamönnum á sama sviði. Það er því ekki hægt annað en taka skýrslu hans alvarlega, sérstaklega vegna þess, að rússneski vísindamaður- inn og starfsbræður hans fullyrtu, að þeir hefðu fundið veiruagnir, em virtust eins og hinar svo- kölluðu C-agnir, sem mestur grunur fellur á í sam- bandi við rannsókn á krabbameini í mönnum. Það hefur áður verið skýrt frá blóðbreytingum í dýrum, sem hvítblæðiblóði úr mönnum hefur verið sprautað í, en vísíndamenn í Bandaríkjunum halda því fram, að þær skýrslur hafi engan veginn verið sannfær- andi. Rússneski vitnisburðurinn er heldur ekki nein úrslitasönnun, en hann ýtti samstundis undir amer- íska vísindamenn að gera víðtækar tilraunir á þessu sviði, og leitast við að komast að öruggum niður- stöðum. Bramhald á bls. 22 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.