Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 16
Hamri, Hegranesi 7/9 1969. Herra ritstjóri Fréttabréfa um heilbrigðismál. Eg les þetta rit með athygli og hugsa um, að þetta þurfi æskufólkið í skólunum að lesa og hug- leiða, því ég tel þessi fréttabréf um heilbrigðismál, með því bezta og nauðsynlegasta fræðsluefni um daglegt líf og venjur fólks. Eitt er víst, ef ég hefði fengið eða náð í slíka fræðslu um skaðsemi tóbaks og áfengis, þegar ég var unglingur, þá hefði ég líklega aldrei látið blekkjast, og hvorki notað tóbak né drukkið áfengi. En það gagnstæða skeði. Þegar ég var 11 ára, kemur á heimilið vinnumaður, 22 ára og mjög skemmtilegur maður. Þetta var vorið 1904, en ég er fæddur vorið 1893. Við urðum fljótt mestu mátar, þrátt fyrir að aldursmunur væri tvö- Hróbjartur Jónasson Eftirtektarvert bréf til blaðsins faldur. Vinnumaður þessi kunni þá list að nota allt tóbak og drekka brennivín. Hann hafði lært hvoru- tveggja til sjós á tveimur vetrarvertíðum. Það var nú ekki svo lítið manntak í því. Hann sagði mér, að þetta þyrftu allir að læra, sem einhver dugur væri í. Ég sá, að það var eitthvað til í þessu. Flestir karl- menn, sem ég þekkti til, notuðu eitthvað af tóbaki og drukku brennivín öðru hvoru þegar tækifæri gafst. Vinur minn var alveg óspar á þetta allt og átti oftast eitthvað af þessu og gaf mér, þegar ég vildi. Enda var maðurinn yndælis sál og reyndist það allt sitt líf. Hann hafði enga hugmynd um, að það væri nokkuð við það að athuga að gefa frískum strák með sér tóbak og áfengi. Að þessu hlaut að koma, það var sjálfsagt sama, hvort byrjað væri nokkru fyrr eða síðar, það hlaut að vera aukaatriði. Við voum saman nær þrjú ár. Ekki fór ég að bera á mér tóbak fyrr en ég var 17 ára, og ekki keypti ég fyrstu brennivínsflöskuna fyrr en 18 ára, þá í Poppsverzlun á Sauðárkróki. Tóbak notaði ég svo, og var nokkuð sama hvað var af því, þó reykti ég nær aldrei við verk og vín þoldi ég vel. Varð lítið var við óþægindi af þessu hvorutveggja, en svo skeður það, þegar ég er 31 árs, að það dettur í mig, að líklega séu bæði vínið og tóbakið mesti bölvað- ur óþverri fyrir heilsu manna og bezt sé að hætta við þetta allt, og gerði ég það. Nú þegar ég lít yfir farinn veg á 77. aldursári ,er ég ánægður með að 14 FRÉTTABRÉF um heilbrigðismál

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.