Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 17
hafa tekið þá ákvörðun og kannski mest fyrir það, að enginn innan fjölskyldu minnar notar tóbak eða áfengi, en fjölskyldan er nú 5 börn, fullorðið fólk, 5 tengdabörn og 13 barnabörn og svo við gömlu hjónin. Vitanlega eru sum barnabörnin ung en önnur um og yfir tvítugt, og sum þeirra komin í giftingarhug, sem eðlilegt er, en tóbak eða áfengi notar þetta fólk ekki. Ég held, að dagleg breytni þeirra fullorðnu hafi me'ri áhrif á uppvaxandi fólk en margir gera sér grein fyrir, eða að jafnaði hugsar fólk ekki um, hvað á eftir muni koma. Ungt fólk, sem getur nú lesið jafn öruggar aðvaranir um skaðsemi reykinga og birtar eru í „Fréttabréfi um heilbrigðismál", skil- ur og metur þessa fræðslu; vitandi að það er þekk- ingin, sem sigrar fáfræðina, er var einráð, áður en farið var að skrifa um skaðsemi tóbaks, áfengis og annarra eiturlyfja. Skrif hefjast ekki að ráði fyrr en en þekkingin er fengin með miklum rannsóknum og lærdómi góðra manna, er leggja sig síðan fram til þess að öðlast þekkinguna á þessu sviði og skrifa síðan um, hvað hún hefur leitt í ljós. Þessir menn gera það þannig, að fólkið vill lesa það, sem um þessi mál er skrifað. Fólkið skilur, að þessir menn eru mannvinir, sem eru að fræða það, hjálpa því til þess að geta lifað heilbrigðu og hamingjusömu lífi. Læknar, sem skrifa um meinvalda fólksins af vís- indalegri þekkingu, ávinna sér virðingu og traust þess. Þeir eru líka vel að því komnir, þeir eru menn fólksins meira en allir aðrir. Þeir eru líldeg- astir til þess að hjálpa fólkinu upp úr öldudal sjúk- dóma og margskonar eymdar, sem allt of stór hluti mannkyns er í og hefur lengi verið. Nægilega fjölbreytt, vísindaleg og læknisfræðileg þekking er það, sem er líklegast til þess að bjarga lirjáðu mannkyni hér á okkar jarðkringlu. Ég skora á læknavísindin, bæði núverandi og framtíðarinnar að duga fólkinu sem bezt. Þa ðverður virt og metið af mörgum. Hjálögð grein, vélrituð, er skrifuð fyrir þremur árum. Mér datt í hug að loknum lestri greinarinnar „Heilsufar í heimi morgundagsins" í síðasta frétta- bréfi að senda ykkur læknunum þetta, ef þið vilduð vera svo góðir að lesa það. Þessi 30 ár, sem eftir eru af okkar öld ,mætti skoðast sem stund umhugsunar og undirbúnings fyrir morgundaginn, sem yrði 21. öldin. Þá mætti byrja á að tífalda a. m. k. náms- brautir Háskólans eða þeirrar stofnunar, sem hlyti að sjá um, að nokkrar þúsundir af starfshæfu fólki væru til starfa. Þær starfsbreytingar, sem á er minnzt, krefjast þekkingar á, hvað er verið að gera og hver tilgangurinn er. Ég geri ráð fyrir, að þau vinnubrögð verði ekki lærð á götunni. Með mikilli virðingu. Hróbjartur Jónasson. Þessi hreinskilnislegi og vel sagði söguþáttur úr lífi Hróbjarts Jónassonar er eitt dæmi þess hvað bezta fólk getur stundum gerzt sekt um hættuleg- ar athafnir í algjöru hugsunarleysi og án þess að vilja nokkuð illt með þeim. Athafnir, sem geta haft hinar alvarlegustu afleiðingar, ef þær koma fram við þá, sem ekki eru gæddir þeirri skapgerð og skap- festu, sem þarf til að bjóða birginn hættunni, sem þeim er stefnt í með slíkum tiltektum. Þó Hró- bjarmr hefði þessa dýrmæm eiginleika til að bera, og ég þekki fleiri menn, er gengið hafa undir svip- aðar prófraunir, sem börn og unglingar, án þess að bíða tjón af, er slíkt frekar sjaldgæft og má telja til undantekninga. Margar ömurlegar harmsögur hafa átt sér stað af svipuðum orsökum og Hróbjarmr lýsir. Dæmið er því gott til varnaðar og verður það vonandi þeim, sem lesa bréf hans. Saga Hróbjarts er ein af allt of fáum, sem fara vel. Hann slapp gifmsamlega úr háskanum og forsjónin verðlaunaði hann vel. Nú á hann stóran hóp afkomenda og tengdabarna og ekkert af þessu fólki hefur ánetjazt þeim hætmm, sem hann lenti í. Hróbjarti eru hér með færðar þakkir fyrir bréfið og lofsamleg ummæli um Fréttabréf Krabbameins- félagsins, sem eru vel þegin og hressandi viður- kenning. Greinin, sem Hróbjarmr minnist á í lok bréfs síns, er á blaðsíðu 17. Bj. Bj. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 15

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.