Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 19
HRÓBJARTUR JÓNASSON: Breyttir lifnaðarhœttir og landbúnaður framtíðarinnar Vegna þeirra stórbreytinga, sem orðið hafa á starfs- og aðbúðarháttum fólks á síðustu áratugum, er brýn nauðsyn að endurskoða aðra lifnaðarhætti, þó alveg sérstaklega neyzluna - sjálft mataræðið. Eftir því sem maðurinn lifir í betra og hlýrra hús- næði, klæðir sig betur og erfiðar minna, eftir því verður hann að gæta hófs í því að neyta kjainmikils matar. Því undir þannig kringumstæðum er það nokkuð takmarkað sem mannslíkaminn getur brennt. Þegar neyzlan er mikið meiri en það sem líkaminn getur b ennt, þá skeður m. k. það tvennt, til að byrja með, það fer að safnast óæskileg fita á það fólk, sem þannig lifir, i öðru lagi fer þá að reyna meira á allar hreinsunarstöðvar líkamans, fljótlega hækkar blóðþrýstingurinn, og margt ann- að óæskilegt siglir í kjölfarið. Þetta vita læknarnir. Það er því fyrst og fremst þetta, þegar þeir eru að gera athugasemdir við, að það fólk sem erfiðar lítið neyti með gát næringarríkrar fæðu, einmitt svo sem nýmjólkur, rjóma, sykurs, skyrs, smjörs, osta og feits kjöts, því allt er þetta stórlega nær- inga ríkur matur, og þar að auki hreint lostæti hverjum manni. Svo að það eru engin undur þó að það hendi menn, að neyta meira en réttast væri, fyrir fólk sem hreyfir sig lítið. En einmitt þannig hefur að und- anförnu breytzt áreynsla og hreyfing fólksins, frá því sem áður var, þegar nær engin skrifstofuvinna var stunduð, cg sárafátt fólk á skólabekk. Nú er þessu alveg snúið við, þar sem stór hluti þjóðarinn- ar situr í skólum, sem nemendur og kennarar, og svo margt af því áfram, þegar skólanámi er lokið. Þá taka við skrifstofustörf og önnur lík störf, sem ekki reyna svo á lífsorkuna, að bruni líkamans nái í nokkurt hámark, e'ns og t. d. þegar menn þurfa að erfiða mikið úti í miklum kulda, eins og oft kemur fyrir með sjómenn, bændur og þeirra hjálp- armenn, húsbyggingamenn, vegagerðarmenn og aðra verkamenn. En þess ber að gæta, að í fyrsta /agi er þessi hluti manna merkilega fámennur, þeg- ar á heildina er litið, og svo er þess að gæta að við öll þesskonar störf eru nú komin allskonar hjálpar- tæki, sem taka mesta erfiðið og átökin af mann- skapnum, svo vöðvar manna þurfa ekki að leggja til jafnmikla orku og áðtu, og því minni bruni hjá líkamanum, þar sem orkuþörfin er minni. En það góða fyrir skólaæskuna, nemendurna er, að þetta fólk er á þroskaskeiðinu og því þá nauðsynleg nær- ingarrík og holl fæða á sínu vaxtarskeiði. En einmitt þegar vaxtarskeiðinu er lokið og skólanáminu, og sezt er í skrifstofustólinn, eða bíl- stjórasætið þá er viðhorfið breytt, getur verið at- hugandi hvort líkaminn muni við þær kringum- stæður brenna þrjú þúsund hitaeiningum, eða kann- ski meira dag hvern. Eins og það er nauðsynlegt fyrir fólk á vaxtarskeiði og fóik, sem erfiðar mikið, þó einkum í köldu umhverfi, að neyta næringar- ríkiar fæðu, svo sem allar landbúnaðarframleiðslu- vörur eru, þá er það athugandi fyrir fullvaxið fólk, sem er í þeirri aðstöðu að þurfa lítið að hreyfa sig, ekkert líkamlegt erfiði, en allt umhverfi hlýtt og notalegt, að haga neyzlunni eitthvað í hlutfalli við sitt starf og umhverfi. í rauninni vantar sérstakt mataræði fyrir þetta marga fólk. Því er nú þegar nauðsynlegt og tíma- bæ t fyrir stóran matvælaframleiðanda, sem land- búnaðurinn er og hefur alltaf verið, og verður, að fara nú þegar að hugsa fyrir því að búa sig undir, að geta sem fyrst haft á markaðinum holla, ljúf- fenga og næringarríka fæðu, handa þessu marga kyrrsetufólki. Það er augljóst þegar athugaðar eru þær stórbreyt'ngar, sem orðið hafa á starfsháttum fólksins á undanförnum á:atugum, þá er full þörf á breyttum neyzluháttum þessa fólks. Við skulum FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.