Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.01.1970, Blaðsíða 20
ekki loka augunum fyrir því, að þarna er mikils- vert fyrirbæri til úrlausnar. Reynslan virðist benda í þá átt, af því megum við læra. Líklega eru þeir tímar framundan að reistar verða vinnslustöðvar, verksmiðjur, sem vinna nær- inguna úr jarðargróðrinum í holla og ljúffenga fæðu fyrir mannfólkið. Og þegar sá matvælaiðn- aður er korhinn á það stig, að fólkinu falli vel slík fæða og reynist því heilsusamleg, þá hverfur kvik- fjárræktin smám saman og þar með sú leiðinlega dýraslátrun, sem óumflýjanlega fylgir kvikfjárrækt- inni. Þá ætti gróðureyðing landsins að verða við- ráðanlegri en nú er, svo mikið alvörumál sem það er út af fyrir sig. Landbúnaðurinn verður alltaf í sjálfu sér jafn þýðingarmikiU öllum þjóðum. Það verður hans aðal; ræktun jarðarinnar og alls þess, sem ræktað verður, uppskera þess og hirðing öll, ásamt hagræðingu í flutningum, og í mörgum til- fellum vinnslu jarðargróðans til manneldis, því enn- þá lifir 98% jarðarbúa á því sem gróður jarðar leggur til á matborðið. Allt þetta er mikið starf og öllum þjóðfélögum lífsnauðsyn meðan við jarðarbúar erum, eins og nú er, haldnir þeirri áráttu ,að þurfa að vera sí og æ étandi, og ekkert líkara en við mannfólkið höldum okkur við það næstu aldirnar, eða árþúsundirnar, enda þótt á því geti orðið breyting einhverntíma. Það er því fjarstæða, að álíta að landbúnaðurinn sé búinn að vera, ef kvikfjárræktin aflegðist, slíkt er aðeins skammsýni, að bera það sér í munn, sem einn greindur bóndi gerði (að óhugsuðu máli), þeg- ar ég ræddi, fyrir nokkru, um þessi mál við hann. En það er svo annað mál, kvikfjárræktin hefur verið nauðsynleg, og verður það þó sérstaklega grasræktarlandi sem ísland er, þangað til þekking og tækni koma til með að vinna næringargildi gras- anna, sem hér vaxa vel í dýrð íslenzkrar sumar- birtu, í holla og ljúffenga fæðu fyrir mannfólkið. Það er mikið líklegt að ekki verði langt þar til farið veiður að fást við þannig framleiðslu hér á landi, sem tilraunir fyrst, en svo kemur hitt allt á eftir. Það mætti til samanburðar nefna lýsiskoluna, og svo olíuljósin, það var hvorttveggja nauðsynlegt á sínum tíma, áður en rafmagnið kom, en hver vildi nú hverfa þar til fortíðarinnar? Auðvitað enginn. Þannig er þróunin. Og þegar svo er komið þá verð- ur landbúnaðurinn skemmtilegur og blómstrar, þá léttir því milda vinnuergi og áhyggjum af fólkinu, sem óumflýjanlega fylgir kvikfjárræktinni, sem í rauninni er ósköp frumstæð og nærri villimennsk- unni, eftir að maðurinn af illri nauðsyn hungurs- ins vegna, tók upp á því að rífa hold dýranna í sig. Það eru mjög sterkar líkur fyrir því að maðurinn hafi upphaflega verið ávaxtaæta nær eingöngu. Nú þegar tækni og vísindi, efnafræði og lífeðlis- fræði eru vel þekkt og komin til sögunnar, þá hættir maður framtíðarinnar því smámsaman, að vera að ala upp dýr til að drepa og éta. Maðurinn er búinn að átta sig á því, að dýrin taka til sinnar lífsstarfsemi margfalt meiri næringu, en þau geta skilað í afurðum, og því kostbær milliliður. Um það atriði er rétt að minnast strax á það, vegna þeirra sem vanans vegna hafa ekki látið sig neinu skipta það óskaplega bruðl á náttúruverðmætum, sem kvikfjárræktin er. Eg nefni sem dæmi: Maður ræktar gras á einum hektara lands, í því gætu verið um 9 milijónir næringareininga, eða rúmlega árs- næring fyrir 8 manns, ef þessi næring væri unnin til manneldis og til þess notuð raf- eða kjarnorka. En í þess stað notum við í kvikfjárrækt eina mjólk- urkú, sem étur uppskeruna sem gras og hey, og skilar í staðinn 3000 lítrum nýmjólkur, með um 1.950.000 næringareiningum, ekki alveg nægilegt tveimur mönnum sem ársnæring, því þarna vant- ar 240.000 næringareiningar til að fullnægja nær- ingarþörf rveggja manna árlangt. Ef menn vildu heyra eitthvað um þetta fært út sem verðgildi í krónum, þá mætti setja upp um það einfalt dæmi og segja, að nærri lætur að bústofn okkar íslend- ina sé 50.000 nautgripir og um 800.000 fjár, vetrarfóðrað, þurfi og taki til sín næringarforða framyfir það sem hann skilar í afurðum, sem mundi fullnægja 450 þúsund fullvinnandi manna að lifa á, og er þá ekker talað um öll hrossin okkar. Og þó maður reiknaði ekki nema 20 krónur verð- mæti næringarinnar á mann nemur þetta um 9 milljónum á dag, eða 3 milljörðum og 285 milljónum ár hvert. Það er alveg víst ,að kvikfjárræktin er kostbær 18 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.