Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 4

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 4
legkrabbameinsrannsóknum. Allar konur ættu jafnframt að kanna brjóst sín sjálfar, samkvæmt leiðbeiningum er Krabbameinsfé- lagið lét gefa út og dreifa, „Sjálfskönnun brjóstanna”. Bjarni Bjarnason lét þess getið, að konur fyndu sjálfar 98% allra krabba- meina í brjóstum - lang oftast af tilviljun. Reglubundin sjálfskönnun einu sinni í mán- uði, er bezta aðferðin, sem enn þekkist í bar- áttunni gegn brjóstkrabba. Þær konur, sem óska, geta svo átt greiðan aðgang að leitarstöð B, ef þær finna eitthvað athugavert. Samvinna við Hjartavernd Farið hefur verið fram á samvinnu við Hjartavernd, en þar hafa verið teknar lungna- myndir af allmiklum fjölda fólks og skráðar reykingavenjur þess. Athugaðir hafa verið möguleikar á því að fá skýrslur um þeta fóllc og velja út þá, sem reykja meira en 1 pk. á dag og reykt hafa lengur en 10 ár. Fyrirhugað er að bjóða þessu fólki að koma til skoðunar og gera frumurannsóknir á uppgangi frá því. Norrœn samvinna Nordisk Cancerunion. Samband krabba- meinsfélaga á Norðurlöndum hélt sinn árlega fund í Stokkhólmi á sl. ári, með formönnum og riturum félaganna. Auk þess þinguðu for- menn krabbameinsskráninganna á Norður- löndum um sama leyti, og einnig var haldinn sameiginlegur fundur þessara aðila. Frá fslands hálfu var bent á það, að mann- fæsta landið í sambandinu yrði að bera þyngstar byrðar hvað ferðakostnað snerti. Eft- ir að mál þetta hafði verið reifað, var sam- þykkt tillaga formanns Krabbameinsfélags ís- lands, þess efnis, að stofnaður yrði sameigin- legur ferðasjóður allra Krabbameinsfélaganna á Norðurlöndum, og að hvert land greiddi honum tillag í hlutfalli við íbúatölu. Ferða- kostnaður verður því lítill eða nánast enginn fyrir Krabbameinsfélag fslands í sambandi við Nordisk Canserunion. Kobalttœkið Kobalt-tækið, sem drepið hefur verið á í ársskýrslum félagsins nokkur undanfarin ár, er farsællega komið í höfn. Tækið kom til landsins í nóv. sl. og þá var bygging við Land- spítalann það vel á veg komin, að hægt var að veita því móttöku. Tækið er nú komið í notkun. Þakkaði formaður öllum aðilum, er þarna áttu hlut að máli. Bað hann Helga Elíasson fræðslum.stj. að flytja Oddfellowreglunni kærar þakkir fyrir þeirra myndarlega framlag, en þeir söfnuðu fé til kaupa á tækinu eins og það kostaði út úr verksmiðjunni. Eimskipafé- lag fslands gaf farmgjöldin og Sjóvátrygg- ingafélag íslands gaf tryggingar á tækinu frá Kanada. Ríkisstjórnin felldi niður tolla af því. Hans R. Þórðarson og Ólafur Jónsson for- stjórar Electric, gáfu umboðslaun sín, en Hans annaðist öll bréfaviðskipti og aðra fyrir- greiðslu í sambandi við tækjakaupin. Annan kostnað greiddu krabbameinsfélögin sameig- inlega. Skýrsla formanns var mjög efnismikil, en sökum plássleysis verður ekki hægt að rekja hana nánar hér. Reikningar félagsins Hjörtur Hjartarson forstj. stjórnargjaldkeri félagsins, las upp endurskoðaða reikninga fyr- ir árið 1969- Voru þeir samþykktir athuga- semdalaust. Bjarni Bjarnason læknir var einróma end- urkosinn formaður félagsins, einnig þeir, er áttu að ganga úr stjórn og varastjórn. FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐI SMÁL 4

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.