Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 7
SETJUM svo, að þér væruð óvopnaður inn í frumskógi í Austurlö.ndum. Villisvín með stórar vígtennur, sem geta hæglega orðið manni að bana, nálgast og ætlar að hefja árás. Eina hælið, sem kemur til greina, er tré, en neðstu greinar þess eru of hátt uppi, til þess að hægt sé að ná upp í þær. Einu sinni var maður í þessari erfiðu að- stöðu. Ekkert nema kraftaverk gat bjargað honum. Og kraftaverkið lét ekki á sér standa. Kraftaverk flókinna keðjuverkana innra með honum sjálfum. Um leið og hræðslan greip hann skeði margt samtímis. Nýrnahettur hans dældu adrenalíni úti í blóðið, en það er vaki (hormón) með margvíslegum eiginleikum. Lifrin sprautaði glykogeni (forstig blóðsykurs) út í blóðrásina og glykogenið ummyndaðist í blóðsykur. Andardrátturinn örvaðist og lagði til aukið súrefni, er breytti blóðsykrinum í orku. Hjarta mannsins sló með auknum hraða og flýtti fyrir blóðstreyminu gegnum líkam- ann og samtímis drógust húðæðarnar saman og þannig fengu vöðvarnir meira blóð. Allt þetta átti sameiginlega þátt í því, að maðurinn var nú orðinn þrekmeiri og f jaðurmagnaðri en áður hafði átt sér stað. Hann hljóp eins og hann ætti lífið að leysa og hoppaði síðan upp, náði taki á grein og þegar æðisgengið villi- svínið kom að trénu var hann á öruggum stað. Nokkrum klukkustundum síðar, þegar menn komu aðvífandi og höfðu skotið svínið, reyndi maðurinn hvað eftir annað að hoppa upp og ná taki á sömu greininni, þá vantaði að minnsta kosti 30-40 cm. upp á, að það tækist. Kraftaverk innan líkamans eru ekki sjald- gæf. Það má heita, að þau gerist á hverju augnabliki okkur til verndar. Við tökum tæp- ast eftir þeim og lítum að minnsta kosti ekki FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Life and Health: Kraftaverkin innra með okkur á þau sem kraftaverk. En þó má heita, að hvert einasta þeirra sé ótrúlega flókið. Hugsum aðeins út í, hvílíkt kraftaverk depl augans er. Rykið, sem er allsstaðar, myndi blinda okkur, ef augunum væri ekki deplað. Smá rykkorn nálgast augað og þó að það sé svo lítið, að eðlileg sjón verði þess ekki vör, sendir nethimnan boð um það til taugamið- stöðvar. Þaðan kemur samstundis skipun til augnaloksins, sem færist þá niður ásamt augn- hárunum, sem mynda örlítinn blæ, sem blæs rykkorninu frá auganu um leið og það lokast. Ef rykkornið kemst inn í augað, þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir, kemur næsta krafta- verk til skjalanna. Tárakirtlarnir flæða út tár- um og skola burt öllu því, sem ekki situr því fastara. Lungun eiga einnig sín sérstöku vernd- artæki, og hárin í nefinu, ásamt hinum slím- kenndu slímhúðum, binda rykið á svipaðan hátt og flugnapappír veiðir flugur. Oðru hverju kemst þó eitthvað of langt inn og nið- ur, þá þrýstir þindin upp á við að lungunum og sendir dálitla vindgusu gegnum nefið. Við hnerrum, og loftþrýstingurinn þeytir hinu ert- andi efni út. Eitthvað líkt skeður, ef ryk eða t. d. fiskbein er komið niður í hálsinn. Þá send- ir hóstakast vindgusu út í gegnum munninn. f maganum gerast einnig kraftaverk. Hafi eitt- hvað verið drukkið eða borðað, sem ertir hin- ar viðkvæmu slímhúðir hans, sendir hann neyðarmerki til taugastöðvar. Samtímis slakn- ar á þindinni og lungun fyllast, opið niður í barkann lokast, neðra magaopið lokast skyndi- lega um leið og hið efra opnast, þindin rykk- 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.