Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 9
ANDREMMAerer vandi, sem margir berjast við. Tannlæknar taka sennilega meira eftir henni, en flestir aðrir, þar sem þeir fást við fjölda sjúklinga, sem eru haldnir þessum ágalla og leita ráða hjá þeim við honum. Nú er það svo, að margir þessara sjúklinga taka ekkert eftir því, hvernig ástatt er fyrir þeim. Þá væri það velgerningur, ef einhver náinn aðstandandi eða vinur gæfi þeim það til kynna á varfærinn og vingjarnlegan hátt. Jafnvel þó fólk hafi hugboð um andremmu hjá sjálfu sér, getur vel átt sér stað, að það venjist henni svo, að það láti slíkt lönd og leið. En þá er alltaf hætta á, að það valdi öðr- um óþægindum með skeytingarleysi sínu. Skolun munnsins með vatni, blönduðu hreins- andi ilmefnum er til bóta, en aðeins um stund- arsakir. Andremma getur oft verið sjúkdóms- einkenni, sem krefst annað hvort meðferðar læknis eða tannlæknis. f gamla daga var lykt- in út úr sjúklingunum liður í sjúkdómsgrein- ingu læknanna. Það var jafnsjálfsagt að at- huga hana og að líta á tunguna. Lyktin af and- ardrættinum getur jafnvel gefið fyrstu hug- mynd um sjúkdóma t. d. sykursýki. Það er talað um acetonlykt út úr sykursjúku fólki, vegna þess að hún er sætröm líkt og aceton. Við framleiðslu vökva til munnskolunar er sérstök áherzla lögð á, að þeir útrými óþægi- legri lykt jafnframt því að hreinsa, og töflur eru einnig gerðar í sama tilgangi. Reynslan FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Andremma sýnir, að það eru sjaldnast sjúkdómar í munn- inum, sem orsaka andremmu en oft þarf á kunnáttumanni og reynslu tannlæknanna að halda, til að skera úr um, hvort svo sé. Nú skulum við ræða helztu orsakirnar til and- remmu. Matarleyfar setjast að í skemmdum tönn- um. Sýklar og gerlar vaida því, að þær grotna niður og verða illa lyktandi. Sé tannholdið auk þess bólgið, getur myndazt gröftur meðfram tönnunum, sem magnar enn lyktina. Skemmd- ir geta legið djúpt inni í tönn, en verið svo smávægilegar á ytraborðinu, að ekki sé nema á valdi tannlæknis, að greina þær. Það liggur þegar í augum uppi, hvað gera á við and- remmu, sem tannskemmdir eiga sök á. Annað hvort á tannlæknirinn að gera við tennurnar eða taka þær, sem eru svo sýktar, að þeim verður ekki bjargað. Það er sjálfsagt að láta gera allt, sem hægt er til þess að forðast tannskemmdir. Og það á að athuga tennurnar reglulega með hæfilegu millibili. Algeng orsök andremmu hjá fólki, sem komið er yfir fertugsaldurinn, eru ýmsir sjúk- dómar í tannholdinu. Þeir kallast venjulega graftarflæði (pyorrhoea). Sé um reglulega graftarmyndun að ræða, veldur það óþægi- legri lykt. f nútíma þjóðfélögum eru tann- holdssjúkdómar algengir. Þetta eru lævísir kvillar, sérstaklega vegna þess, að þeim fylgja litlir eða engir verkir lengi vel og þess vegna tekur fólk lítið mark á þeim. Það eiga þó allir að gera; leita tannlæknis og fá sjúkdómn- 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.