Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 10
um útrýmt umsvifalaust. Það er vonlaust að lækna þá með skolvatni eða töflum. Það næg- ir ekki einu sinni til að halda lyktinni í skef j- um nema skamma stund í einu. Hin svonefnda Vincents hálsbólga veldur andremmu. Henni fylgir sár og graftarnabbar í kokmöndlunum. Hún er orðin miklu sjaldgæfari nú en áður, en er þó algeng meðal ungs fólks. Þeta er bæði þreytandi og sársaukafullur sjúkdómur. Tann- iæknarnir þekkja hana manna bezt, vegna þræsinnar lyktar, sem henni fylgir og þarf oft ekki annað en hana, til þess að greina sjúkdóminn. Hann þarfnast tafarlausrar með- ferðar, sem vinnur á smitinu og eyðir erting- unni. Enn ein algeng orsök andremmu er þrá- látur kverkaskítur, og samtímis má nefna kjálkaholubólgur, af því að þessir sjúkdómar fylgjast oft að og valda bæði óþægilegri og langvinnri lykt. Ákveðnir sjúkdómar í nef-slímhúðinni geta valdið magnaðri andremmu. Hvers konar bólgur í lungunum og berkjunum geta valdið óþef, þó að hann kunni að vera smávægilegur í byrjun, getur hann alltaf magnazt, þegar minnst varir. Þessvegna á alltaf að leita lækn- inga við slíku. Þeir, sem ganga með gerfitenn- ur, verða að gæta þess sérstaklega að halda þeim hreinum, og sé fólk ekki nægilega frótt um, hvernig það eigi að gerast, ætti að ráð- færa sig við tannlækni. Eins og flestum mun kunnugt, geta sérstakar matartegundir og drykkir valdið andremmu. Það á við um allar tegundir áfengis, lauk, sumar kryddvörur, osta, hákarl, harðfisk og svo framvegis. Sumar mat- artegundir valda meltingatruflunum og eiga þannig sök á andremmu. Lauk-olíurnar berast hratt út í blóðstrauminn, meðan á meltingu stendur og lyktin berst því frá lungunum klukkutímum saman. Lyktin af hvítlauks- olíum, sem eru búnar að ummyndast í melt- ingarfærunum, getur verið ótrúlega hvimleið enda alræmd. Aðrar matartegundir hafa gagnstæð áhrif. Sítrónur, appelsínur og epli hreinsa tennur og slímhúðir svo að ilmurinn af andardrættinum verður ferskur og hreinn. Stundum er hægt að gera sér grein fyrir andremmu með því að renna tungunni eftir handarbakinu og lykta síðan af því. Sé lyktin óþægileg, er ekkert um að villast og verður að gera viðeigandi ráð- stafanir. Ekki er þó hægt að treysta þessu prófi til fullnustu. Rétt til bráðabirgða dugar að skola munninn úr vatni blönduðu lykteyðandi efnum og jafnvel að drekka glas af vatni getur bætt í bili. Flestum reynist erfitt að greina vonda lykt af sjálfum sér, vegna þess að ilm- anin sljóvgast gagnvart henni, ef menn búa lengi við hana. Allt hreinlátt fólk vill hafa munn sinn vel hreinan og til þess er tannburstinn bezta tæk- ið. Það er ekki fullnægjandi að nota hann á tennurnar einar. Burstun tannholdsins er ekki síður mikilvæg. Það þarfnast bæði hreinsunar og nudds. Sama gildir um tunguna. Það situr iðulega á henni slykja af matarieyfum. Því á að hreinsa tennurnar, tannholdið og tung- una með, til þess að munnurinn sé eins þokka- legur og vera ber. Lærið að nota tannburstann vel og beita honum rétt. Andremma er hvimleiður kvilli, sem hefur oft alvarlegri afleiðingar en fólk almennt ger- ir sér grein fyrir. Sjálfir vita þeir, sem ganga með hana oft ekkert af henni, en fyrir maka þeirra og aðra, sem umgangast þá náið, getur hún verið hvimleið og illþolandi. Margt fólk hefur orðið einstæðingar í lífinu af þessum sökum, án þess að vita nokkurntíma ástæðuna til þess, að enginn vildi stofna til sambúðar við það. Fjöldi trúlofana hefur þannig farið for- görðum og hjónabönd einnig. Allir ættu því að vera vel á verði gegn þessum örlagaríka og leiða kvilla. Við kynmök hefur andremma oft alvarleg- Framhald á bls. 20 10 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.