Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 12
um hjálpargögnum að þakka, hvernig tekizt hefur að ná undraverðri innsýn í landafræði líkamans. Á ýmsan hátt má líkja líkamanum við hinn villugjarna og torfæra fenjaskóg hita- beltisins. Frumumergðin, sem engri tölu verð- ur komið á, er umflotin vökvum. Sogæða- kerfið gegnir feikna mikilvægu fráræslu hlut- verki, sem er líkamanum lífsnauðsyn. Nú hef- ur loks tekizt að gera sér grein fyrir orsökum alls þessa. Til þess að næra frumurnar, smita háræðar blóðsins stöðugt frá sér söltum stein- efnum, fitu, vítamínum og sykri, auk þess vökvum og blóðeggjahvítu. Mikið af auka- vökvum snýr aftur gegnum háræðanetið á- samt frumuúrgangi og flytzt burt með blá- æðunum, en ekki að öllu leyti. Ef sogæðanet- ið flytti ekki mikið af vökvanum, sem afgangs verður aftur út í blóðstrauminn, dæjum við öll af „innri blæðingum” á nokkrum klukku- tímum. Glötun blóðeggjahvítunnar gegnum háræðaveggina yrði sérstaklega örlagarík. Lækninum, H. S. Mayerson, tókst að mæla, með hvaða hraða blóðeggjahvítan síast inn í sogæðarnar, á þann hátt að blanda hana radio- virku joði. Utreikningarnir sýndu, að helming- urinn af allri blóðeggjahvítunni tapast úr blóðinu á einum sólarhring. Ef sogæðanetið sæi ekki um, að senda hana aftur út í blóðið, yrðu afleiðingarnar brátt hörmulegar. Endur- flutningurinn skeður þannig, að örfínar sog- æðar safna í sig vökvanum, en á hvern hátt, veit enginn. Frá þessum safn-æðum færist vökvinn áfram, þar til hann nær brjóstleiðsl- unni, hinni stærstu og víðustu í öllu sogæða- kerfinu. Hún teygir sig upp eftir miðhluta lík- amans og tæmist loks út í blóðrásina. Hvað knýr þenn'an mikla sogæðastraum áfram? Fiskar og skriðdýr hafa sogæða-hjarta, slá- andi æðar, sem setja vökvann á hreyfingu, en það hafa mennirnir ekki. Þarna stöndum við andspænis einni af hinum óleystu gátum sog- æðakerfisins, en líklegt þykir að sogæðavökv- inn sé knúinn áfram af andardrættinum, hreyfingum, starfsemi þarmanna og öðru vöðvastarfi. Þegar vöðvarnir spennast, þrýst- ast sogæðarnar saman og knýja þannig sog- æðavökvann áfram. Lokur, með jöfnu milli- bili í sogæðunum, hindra að vökvinn renni öfuga leið. Hið geysimargbrotna sogæðanet hefur einnig öðrum hlutverkum að sinna en að annast vökvajafnvægi líkamans. í sogæða- brautunum er fjöldinn allur af hnútum, baunamynduðum vefjasvömpum, misjöfnum að stærð. Þeir minnstu eru ekki stærri en títu- prjónshausar en geta orðið nokkurra senti- metra langir. Þeir starfa sem síur og fjarlægja ;hættuleg óhreinindi á svipaðan hátt og olíu- hreinsari í bíl. Fjöldi þessara sogæðaeitla er svo mikill, að þó að einhverjir þeirra bregðist taka aðrir að sér hlutverk þeirra. Svo má heita, að síur sogæðaeitlanna hremmi allt, sem er skaðlegt,dauð,rauð blóðkorn,kemisk efni eins og liti og hvers konar mengun. Sogæðaeitlarn- ir á lungnasvæðunum eru oft svartir af sóti frá menguðu borgarlofti. Segjum svo, að þér skerið yður í fingur eða stigið á nagla. Sam- stundis eru komnir sýklar inn í líkamann. Þeir gætu orðið lífshættulegir, ef sogæðaeitlarnir stöðvuðu þá ekki og tortímdu þeim síðan. Venjulega eru síurnar svo fullkomnar, að sog- æðavökvinn, sem kemst í gegn, er hreinn og ómengaður. En þeim getur verið svo ofboðið, að þeir stíflist eins og hver önnur sía. Áhrifa- mesta dæmi þess birtist í hinum hræðilega sjúkdómi, sem nefnist bubonapest, svarti- dauði. Þar berjast eitlarnir harðvítugri baráttu, til þess að ráða niðurlögum árásarherjanna, en verða að gefast upp. Við höfum sjálfsagt öll kynnzt bardögum innan sogæðaeitlanna, þar sem ekki hefur verið um slíka hrikaleiki að ræða. Margir munu undrast það, að þrút- inn fingur með ígerð getur valdið verkjum, bólgum og eymslum uppi í handholi, eða tá, sem eins er ástatt um, veldur sömu einkennum 12 FRÉTTABRÉF UM H EI LBRIGÐI S MAI.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.