Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 14
90 fœðingar d mínútu ElNN mesti vandi, sem nú ógnar veröldinni er hin öra fólksfjölgun. Það tók íbúa heimsins 200 þúsund ár að fjölga upp í 1.000 milljón- ir. En á næstu 100 árum óx mannfjöldinn á jörðunni um 2.000 milljónir. Þetta var skeð árið 1930, og 4.000 milljónum verður ef til vill náð árið 1975. Árið 1967 var íbúatala jarðarinnar 3,42 miljarðar samkvæmt skýrsl- um Sameinuðu þjóðanna. I dag fæðast 90 börn á mínútu eða 60 milljónir á ári, og sam- kvæmt útreikningum ætti að vera aðeins 90 fercentimetra pláss fyrir hvern mann á jörð- unni árið 2.400, ef hraði fólksfjölgunarinnar verður jafn ofsalegur og nú er. Helmingur íbúa jarðarinnar er vannærður og ólæs og lík- urnar til að geta veitt þessum helmingi mann- kynsins fæði, húsnæði og menntun eru nauða- litlar. í bók eftir Arvil, „Maðurinn og um- hverfið”, er því haldið fram, að ofþunginn af manngrúanum geti valdið algjöru hruni þjóð- félaganna. Mannf jölgunin er sérstaklega áber- andi í stórborgunum. Árið 1800 voru aðeins 50 borgir með meira en 100 þúsund íbúa. Nú eru þær 900 og þar á meðal eru 13 með yfir 5 milljónir íbúa og 4 með yfir 10 millj- ónir íbúa. í Danmörku var hundraðstala borgarbúanna 42,3% 1921 en var stigin upp í 69 af hundrað 1955 og í Bretlandi tvöfald- aðist borgarlandið eða landið undir borgun- um frá 1900 til 1960. Þessi stefna væri eng- an veginn eins geigvænleg, ef landrýmið á jörðinni væri ótakmarkað, en því er ekki að heilsa. f Evrópu tala tölurnar skýrt og misk- unnarlaust sínu máli. Hún er langþéttbýlasti fjórðungur jarðarinnar. Hætturnar af fólks- fjölguninni eru gífurlegar. Búast má við lík- amlegri og andlegri afturför vegna þess, að skólakerfin lamast. Skólarnir verða lélegir, dragast aftur úr vegna óheyrilegs álags og skorti á möguleikum til endurnýjunar. Meng- að loft og mengað vatn veldur þjóðfélagslegri hrörnun. Allt þetta setur svip ljótleika og örvæntingar á sálir mannanna. Þetta endur- speglast í vaxandi glæpum, vanrækslu og upp- gjöf í skólunum, afbrotahneigð, almennri upplausn og skipulagsleysi í þjóðfélögunum. Þessir óhugnanlegu spádómar eru teknir upp úr tímaritinu „Forward in Europe", sem Evr- ópuráðið gefur út. Og svo kemur spurningin. Fer það ef til vill svo, að Evrópumenn 21. aldarinnar alist upp í risavöxnum, skuggaleg- um, samvöxnum borgaófreskjum, sem ná alla leið frá Manchester til Milano, ataðar í sótleðju frá bílum og verksmiðjum og með drepandi eiturloft grúfandi yfir sér? Eða tekst að sigrast á öllum þessum ófögnuði og gera þær að hreinum velskipulögðum svæðum, þar sem fólkið þarf aðeins að vinna 20 tíma á viku og getur varið miklum tíma til útivistar og sinnt sínum hugðarefnum og áhugamál- um úti í óspilltri náttúru og fallegu umhverfi? Hamingjan gefi að sú verði raunin á, en það þarf mikla og næstum barnalega bjartsýni til þess að ímynda sér, að það geti orðið eins og allt horfir nú. Viðvörunum rignir nú úr öllum áttum um FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL 14

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.