Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 16
HvÍTBLÆÐI fer í vöxt meðal þróuðu þjóð- anna. Það er krabbi í vefjunum, sem mynda blóðið og almenningur kallar það oft blóð- krabba. Það er þrem sinnum algengara í Kan- ada nú en fyrir 25 árum. Á tímabili var álitið, að aukning hvítblæðisins stæði í sambandi við tilraunir með kjarnorkusprengjur, og þær geta vel átt sinn þátt í því, en ef það væri eina orsökin, ætti að hafa dregið úr hvítblæð- inu eftir að stórveldin hættu kjarnorkutilraun- um. En því er ekki að heilsa. Nýlega hefur því verið haldið fram, að mengun í umhverfinu ætti sökina og þáttur veirunnar hefur ekki verið útilokaður. Vísindamaður dró nýlega saman skoðun sína í stutt mál með þessum orðum: Hvað, sem kann að valda hvítblæðinu, staf- ar það tvímælalaust frá umhverfinu. Hvít- blæði er eiginlega litróf sjúkdóma, sem ein- kennast af hraðfara aukningu hvítu blóðkorn- anna. Tegund hvítblæðisins byggist á tegund hvítu blóðfrumunnar, sem hlut á að máli. Það er einstaklingsbundið, hvað sjúkdómur- inn er illkynja eða hraðfara. Frumurnar haga sér eins og krabbameinsfriunur í öllum teg- undum hvítblæðis. Um það bil sjötta hvert til- felli af hvítblæði kemur fram í börnum innan 15 ára aldurs. 3 karlmenn fá hvítblæði á móti hverjum 2 konum. Hvítt fólk fær það frekar en negrar. Ýmislegt bendir til þess, að það sé algengara meðal hinna hærri og betur settu stétta þjóðfélagsins og á tímabilum hafa ýms- ir staðir beinlínis verið herjaðir af því. T. d. komu upp 13 tilfelli af hvítblæði meðal barna, sem bjuggu í þéttbýli í kringum sama skólann í Niles, Illinois, útborg Chicagoborg- ar. Oll tilfellin fundust innan 4 ára tímabils. Oll höfðu börnin flutt frá Chicago til útborg- 16 Tímaritið Progress: Veirur og umhverfi Orsakir hvítblœðis arinnar. 13 tilfelli meðal skólabarna, sem búa svo þétt saman, er margfalt meira en venja er til og hægt er að gera ráð fyrir. En ná- kvæm rannsókn í hverju húsi, gerð af þaul- vönum vísindamönnum, leiddi ekki neitt í ljós, sem gat skýrt þetta. Engar erfðafræðileg- ar eða efnafræðilegar orsakir komu til greina, geislanir eða neitt annað, sem gæti átt sökina. Árið 1967 komu fyrir 6 tilfelli á einu ári á svæði innan 350 metra hrings i nni í miðri Winnipeg. Þetta og önnur álíka tilfelli hafa styrkt þá trú, að hér sé veira að verki, og vissu- lega er hægt að sýna fram á, að hvítblæði getur borizt frá einni mús til annarrar með veirum eða svipuðum fyrirbærum. En það hefur ekki sannazt ennþá, að hvítblæði hjá mönnum stafi af veirum né nein önnur krabbategund og þrátt fyrir þann möguleika, að veirur eigi sökina, er þó öruggt, að hvorki hvítblæði né nokkrar aðrar krabbategundir eru smitandi í sama skilningi og mislingar eða kvef. Heilbrigt fólk hefur fengið blóðgjaf- ir frá hvítblæðissjúklingum án þess að það gerði því neitt til. Mæður með hvítblæði ala heilbrigð börn og engin dæmi eru til þess, að hjúkrunarkona eða læknir hafi fengið hvít- blæði af að stunda sjúklinga. Ógrynni fjár er varið árlega í leit að orsök- um hvítblæðis og til þess að bæta meðferð þess. Á því sviði hafa orðið talsverðar fram- farir. Fyrr á tímum lifði hvítblæðissjúkling- urinn til jafnaðar tvö ár, en nú er meðaltalið 5 ár. Nýtt yfirlit frá lækningastofnunum víðs- FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.