Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.04.1970, Blaðsíða 18
R. M. TAYLOR lceknir. MannslÍkaminn er samsettur af trilljón- um fruma. A meðan hann er heilbrigður starfa þær innbyrðis í fullu samræmi. Starf- semi hverrar tegundar byggist á eðli hennar og gerð eins og að flytja taugaboð, framleiða meltingarvökva, flytja súrefni til annarra fruma eða verja aðrar frumur fyrir margvís- legum skaðvænum efnum og áhrifum. Tvö síðasttöldu verkefnin eru einhver hin veiga- mestu, sem blóðfrumunum er ætlað. Sé blóð skoðað í smásjá, sézt, að í vökvanum er ógrynni af frumum. Sannleikurinn er sá, að frumurnar mynda einn þriðja til helming alls blóðmagnsins. Mikill meirihluti þeirra er hlaðinn rauðu efni, sem nefnist hæmoglobin eða blóðrauði, sem gefur blóðinu litinn og sérkennir það. Þetta eru rauðu blóðkornin, og hlutverk þeirra er að flytja súrefni frá lungunum út um alla vefi líkamans og kol- sýru frá vefjunum til lungnanna. Sé fjöldi þeirra of takmarkaður, annaðhvort vegna þess að myndun þeirra er of hægfara eða vegna blæðinga, er talað um, að sjúklingur- inn sé blóðlaus. Ef fjöldi þeirra minnkar um of, fá vefirnir ekki nægjanlegt súrefni til þess, að þeir geti starfað eðlilega. Um það bil 1/1000 af blóðkornunum er frábrugðinn þeim rauðu að útliti og gerð. í þeim er eng- inn blóðrauði. Meirihluti þeirra er stærri en hin blóðkornin, og þau eru hvítleit eða gul- hvít á lit, þessvegna eru þau kölluð hvítu blóðkornin, eða levcocytar, sem er grískt orð og þýðir hvítar frumur. Hvítu blóðkornin eru af ýmsum tegundum. Hlutverk sumra þeirra er að ráðast gegn sýklum, sem tekst að kom- ast inn í líkamann og rjúfa varnir hans. Aðrar framleiða efni, sem vernda okkur gegn því að fá sama sjúkdóminn hvað eftir annað, Hvað er hvítblœði? en aðrar geta verið byggingarefni á þeim stöðum, sem líkaminn hefur orðið fyrir áverk- um. Blóðfrumurnar eru misjafnlega langlíf- ar eftir t egundum, en lífsskeið þeirra skiptir þó aldrei nema dögum. Myndun rauðu blóð- kornanna fer fram í mergnum og sama gildir um sum hvítu blóðkornin. Hinar tegundirnar eiga uppruna sinn í miltanu og sogæðaeitlun- um, sem eru dreifðir um allan líkamann. Þeg- ar þess er gætt, að í teskeið af blóði er um það bil 20 trilljónir blóðfruma, og í manns- líkamanum eru 5 lítrar af blóði, liggur í aug- um uppi, hvílíkur aragrúi af blóðfrumum verður að myndast á hverri mínútu. Það, sem yfirleitt einkennir krabbameinið, er, að frum- urnar, sem mynda meinsemdina vaxa inn í aðra vefi og skadda þá, eða eyðileggja, meðal annars á þann hátt, að hindra veigamikla starfsemi líkamans. Ef einhver tegund hvítu blóðkornanna tekur til að endurnýjast óhæfi- lega ört og þá er ekki átt við þá hóflegu f jölg- un, sem á sér stað, þegar þau þurfa að berj- ast gegn smitun, heldur f jölgar þeim viðstöðu- laust án þess að hægt sé að greina nokkra ástæðu fyrir því, verður afleiðingin hvítblæði. Tegund hvítblæðisins byggist á tegund frum- unnar, sem veldur því og það er mjög ein- staklingsbundið, hvað hraðfara sjúkdómurinn er. Stundum er sjúkdómurinn svo ókennilegur í byrjun, að sjúklingurinn, þó hann sé þrá- spurður, getur engar aðrar upplýsingar gefið en þær, að hann finni til þreytu og ef til vill smá meltingartruflana. Þá er venjulega um FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL 18

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.