Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 6
hesta. Hestarnir fá smáaukna skammta, eftir því sem ónæmi þeirra fer vaxandi. Ónæmis- aðgerð veldur því, að líkaminn myndar í vax- andi mæli mótefni gegn eitrinu og álúnið eykur áhrifin. Þegar náð hefur verið svo full- komnu ónæmi, sem mögulegt er, er dælt blóði úr hestunum, blóðkornin eru skilin frá og blóðvatnið er tilbúið. Hægt er að bjarga sjúklingi, sem hefur orðið fyrir slöngubiti, sé hann sprautaður með blóðvatni gegn eitrinu, áður en 4 tímar eru liðnir frá bitinu, svo framarlega sem eitrið kemst ekki beint inn í æð. Berist hjálpin of seint, ræðst eitrið á taugakerfið, öndunarstöðin lamast og sjúk- lingurinn deyr. Ég spurði eina af aðstoðar- stúlkunum á rannsóknarstofnuninni, hvort ekki væri hættulegt að kreista eitrið úr hvæs- andi slöngu. Hún yppti öxlum og sagði: „Það verður að gæta sín.'' Slöngueitrið reynist nytsamt sem læknis- lyf. Mjög smáir skammtar hafa örvandi áhrif á líkamann. Sum slöngueitur flýta storknun blóðsins, önnur hafa gagnstæð áhrif. Þannig hefur tekizt að bjarga blæðurum með kobra- eitri, þó að það sé ekki meðal þeirra lyfja, sem venjulega eru notuð í því skyni. Eitrið er sambland margskonar eggjahvítu- efna og forstigseggjahvítuefna - polypeptida — og er margbrotið að samsetningu. Okkur virðist allt þetta svo fjarlægt og óraunhæft. En í suðrænum löndum er þetta miskunnar- laus raunveruleiki eins og sagan, sem hér fer á eftir, sýnir. Fyrir nokkrum árum kom mað- ur í Pasteur-stofnunina, sendur af rannsókn- arstofnun ríkisins í Mexíkó til að beiðast hjálpar. Ein aðalástæðan til hins háa barna- dauða í Mexíkó eru bit köngulóarkrabba og slöngubit, en þau eru alltaf banvæn fyrir börn. Það er miklum vandkvæðum bundið að gefa ónæmis-blóðvatn gegn þessum bitum, vegna þess að oft eru börnin svo lítil, að þau geta ekki sagt til um hvað skeð hafi eða hvaða kvikindi bitu þau. Fólkið í þorpunum er svo fáfrótt, að það hvorki getur gefið inn- spýtingar, án þess að stofna sjúklingunum í hættu, né vill það. Þess vegna verður að leit- ast við að búa til samsett bóluefni, sem mætti gefa öllum smábörnum. — Þetta var boðskap- ur mexíkanska læknisins. Slöngusérfræðingur stofnunarinnar, Bouq- vet læknir, gat huggað hann með því, að eng- inn skortur væri á slöngueitri, en hvað köngu- lóarkrabbann snerti, horfði málið öðruvísi við. Ef gert væri ráð fyrir, að hægt væri að dæla 2 mgr. af eitri úr hverjum þeirra, sem væri vísast tæknilega ógerlegt, á honum lif- andi, myndi þurfa marga köngulóarkrabba til að gera eitt smábarn ónæmt. Væri svo áætlað að 3 milljónir barna þyrftu að fá bólu- setningu í Mexíkóríki einu, gæfi það örlitla hugmynd um, hvílíkt risaátak þarna væri um að ræða. Þennan vanda yrði því að leysa á annan hátt, ef hann á annað borð væri leysanlegur. Þetta er eitt dæmi þess, hvernig sendimenn koma allstaðar að úr heiminum, til þess að biðjast hjálpar. Þeir vita, að þarna er hennar að vænta, svo framarlega sem nýtízku lækna- vísindi geta á annað borð látið hana í té. Og þeir vita, að þar eru gerðar stórmerkar upp- götvanir í læknavísindunum. Pasteur-stofnunin bjó til fyrsta antihista- minlyfið, sem er notað gegn heymæði og öðr- um ofnæmissjúkdómum. Hún fann einnig upp sulfamid, sem enn í dag er eitt áhrifa- mesta lyfið við holdsveiki. Efnafræðileg framleiðsla curare heppnað- ist þar fyrst. Curare er upphaflega örvaeitur Indíána, sem lamar vöðva líkamans og er nú notað í sambandi við svæfingar. Samtímis Salk lækni í Bandaríkjunum bjó Pierre Lapin í París til sams konar bóluefni og hann, við barnalömun eða mænuveiki. 6 FRÉTTABRÉF UM H EI LBRIGÐI SMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.