Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 9
Á krabbameinsþínginu í New Orleans vorið 1969 var skýrt frá niðurstöðum á rann- sóknum, sem gerðar hafa verið í Krabba- meinsstofnun Kanada og hófust 1965 undir yfirumsjón Friedmanns læknis. Rannsóknirn- ar hafa að mestu snúist um leit að antigenum — mótefnakveikjum eða framandi efnum sem myndast í sambandi við krabba í ristli. Þessi mótefnakveikja fannst með öllum krabbameinum í ristli og auk þess í fóst- urvefjum á fyrstu 6 mánuðum fósturlífsins. Þessvegna var þetta antigen kallað fóstur- og krabba-mótefnakveikja. Eftir þetta var farið að leita að antibodies — mótefnum - gegn hinum framandi gesti, krabbameininu. Það kom í ljós, að 70% sjúklinga með krabba varnarkerfi líkamans til að heyja baráttu gegn framandi gesti, krabbameininu. Það kom í Ijós, að 70% sjúklinga með krabba í meltingarveginum, voru með slík mótefni í líkamanum, en þar sem 30% höfðu þau ekki, varð niðurstaðan sú, að ekki væri hægt að Mótefnakveikjur í blóðinu gefa fyrirheit um einfalt krabbapróf byggja greiningu krabbans á því. Hinsvegar var talið að mótefna-kveikjan í blóði sjúk- linganna væri nægileg sönnun fyrir krabba í ristlinum. Til þess að gera sér grein fyrir áreiðanleika prófsins voru tekin blóðsýni frá 150 sjúklingum með ýmsa sjúkdóma. Þessi sýni voru einungis merkt með númerum og engar upplýsingar gefnar til þess að rann- sakendurnir gætu ekkert vitað um hvaða sjúkdóm væri að ræða. 30 af sýnunum sýndu fóstur- og krabbameinsmótefnakveikju og hver einasti þessara sjúklinga reyndist hafa krabbamein í ristli. Engar rangar jákvæðar eða neikvæðar svaranir komu fram og ekki hafði mistekizt að finna sjúkdóminn hjá ein- um einasta af þessum sjúklingum. Friedmann læknir vinnur nú að fullkomnun þessara prófa með starfsfólki sínu. Bj. Bj. þýddi. vél, sem annast öndunina fyrir hann þangað til mesta eitrunin er liðin hjá og öndunar- vöðvarnir geta starfað á ný. Blóðvatnsstofn- unin í Kaupmannahöfn hefur forystu í fram- leiðslu blóðvatns gegn botulismus og hefur þráfaldlega orðið að senda það í skyndi víðs vegar um heiminn til að bjarga mannslífum. Þannig sendi stofnunin blóðvatn til Ameríku 1963 handa Bandaríkjamönnum, sem höfðu fengið eitrun af að borða reyktan fisk. Lækn- arnir höfðu fyrst gefið þeim blóðvatnstegund- ir A og B, en það kom ekki að gagni, enda kom í ljós að eitrunin stafaði af E tegundinni, fréttabréf um heilbrigðismál sem er miklu sjaldgæfari. Þá var talið að 100 glös væru til af blóðvatninu í hinum vest- ræna heimi. Mikill hluti þess var á blóðvatns- stofnuninni í Kaupmannahöfn og var það sent til Ameríku með fyrstu flugvél. Allir, sem neytt hafa hinnar eitruðu fæðu eiga að fá blóðvatnið en ekki aðeins þeir, sem orðnir eru veikir. Varnaraðgerðirnar eru mjög áríðandi vegna þess, að þegar sjúklingarnir eru orðnir veikir,má búast við að 25 % þeirra deyi, þrátt fyrir allar nýtízku aðgerðir. Bj. Bj. þýddi. 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.