Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 10
Bleomycin - Nýtt fúkkalyf við krabba Prófessor Hameo Umezawa: - Ég held við stöndum frammi fyrir nýjum tímamótum í baráttunni viÖ krabbann. Það var japaninn Hameo Umezawa, sem uppgötvaði þetta fúkkalyf og gerir tilraunir með 35 afbrigði þess. Heilbrigðisyfirvöldin í Japan hafa nú leyft að skrá þetta fúkkalyf sem læknisdóm við ákveðnum tegundum krabba. Hameo Umezawa prófessor segist ekki álíta, að nokkurn tíma finnist eitt ein- stakt lyf, sem lækni allar tegundir krabba, heldur muni hver einstök tegund aðeins læknast með lyfi, sem á sérstaklega við hana, en dugi tæpast við aðrar. Með bleomycininu vonar hann að hafa fundið fúkkalyf, er fram- vegis lækni krabbategundir, sem ekki hefur enn tekizt að hafa áhrif á með neinum teg- undum kemiskra efna eða lyfja. Prófessor H. Umezawa var á ferðinni í Danmörku í marz mánuði sl. og ræddi þar við vísindamenn frá ýmsum löndum í tilefni af að hann er nú kominn vel á veg með að gjörrannsaka hið nýja japanska læknislyf. Hann hefur á undanförnum árum fundið afbrigði fúkkalyfs, sem er undanfari eða fyrir- rennari bleomycinsins og kallaði það phleo- mycin, og var fyrst byrjað að prófa það 1956. Prófessor Umezawa sagði: „Við sáum fljótt að lyfið hafði áhrif á vissar krabbategundir, en samtímis kom í ljós að það orsakaði mikl- ar nýrnaskemmdir, og því varð að leita uppi annað lyf, sem var laust við þessar aukaverk- anir. 1962 tókst okkur að framleiða bleomy- cinið. Hugmynd mín var alltaf sú, að finna efni sem hefði verkanir sínar takmarkaðar við ákveðnar tegundir meina. Rannsóknir á bleomycininu leiddu í ljós, að það hafði alveg sérstök áhrif á krabba í getnaðarlimnum. Við reyndum það einnig við lungnakrabba, en þar var árangurinn ekki uppörvandi. Lyfið er einnig áhrifaríkt við ákveðnar tegundir leg- krabbameins, en þar er geislameðferð einnig mjög virk og því veltur á að finna hina réttu samnotkun beggja aðferðanna. Árangurinn hefur orðið lang glæsilegastur við munn-, koks- og tungukrabba. Mörg hundruð sjúk- lingar hafa nú fengið lyfið í Japan. Nú eru 46 mánuðir síðan fyrsti sjúklingurinn var tekinn til meðferðar og hann er alheill enn- FRÉTTABRÉF UM HEI LBRIGÐISMAL 10

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.