Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 11
OSCAR AUERBACH: Góð og ný fyrirheit gefin reykingamönnum Það er 5 til 20 sinnum meiri hætta á að þeir, sem reykja sígarettur deyi úr lungna- krabba en hinir, sem ekki reykja neitt. Hætt- an vex í beinu hlutfalli við hvað mikið er reykt. Þetta vita og viðurkenna flestir reyk- ingamenn. En þó þeir geri það, eru þeir fæstir fáanlegir til að hætta. Þeir hugsa sem svo: Skaðinn er þegar skeður, ef ég verð fyrir hon- um á annað borð. Sé ég vígður lungnakrabb- anum, segir í röksemdafærslum þessara manna, er of seint að aðhafast nokkuð. Því skyldi ég þá hætta? Já, það er nú það. Árum saman voru þetta óhrekjandi rök- semdir. Lungnakrabbinn er þögull óvinur, sem er lang oftast orðinn ólæknandi áður en hann gerir vart við sig. Þrátt fyrir fullkomnustu meðferð, er tala þeirra, sem bjargast, hörmulega lág, eða að- eins 5-6 af hundraði. Hvað á þá að þýða að hafna ánægjunni af sígarettunum? Þetta virðist huggunarrík, hlýleg, slétt og felld ályktun, en hún stenzt bara ekki lengur. Nei, sem betur fer. Nú renna allar stoðir undir þá kenningu, að á frumstigum lungnakrabbans, þurfi stað- bundnu krabbafrumurnar stöðuga ertingu, efni sem örva krabbamyndun, í þessu tilfelli tóbaksreykinn, til að geta haldið lífi og vax- ið. Séu lungun svipt þessum áhrifum í 5 ár, eða lengur, skreppa þessar lífshættulegu frum- ur saman og hverfa með öllu. 13 ára rannsóknir mínar og samstarfs- manna minna, leiddu þetta í ljós. Það sem við vorum að grennslast eftir, þegar við hófum þessar rannsóknir, voru fyrstu greinanlegu breytingarnar, sem gætu boðað byrjunarstig krabba í yfirborðs flöguþekjunni innan í þá. Lyfið virðist einnig virkt við ýms forstig krabba og sum heilaæxli láta undan síga fyrir áhrifum þess, en það virðist frekar eiga við um góðkynja æxli, sem eru gengin út frá heilahimnunum. En um þetta er of snemmt að dæma í einstökum atriðum. Gildi lyfsins felst hvað mest í því, að það hleðst upp í ákveðnum tegundum krabba og eyði- leggur litninga frumanna, en sjálft eyðileggst það í heilbrigðum vefjum. Þar sem lyfið hleðst upp eyðileggjast krabbafrumurnar án FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL þess að um alvarlegar aukaverkanir sé að ræða. Þó verður læknir jafnan að fylgjast ná- kvæmlega með verkunum lyfsins. Lyfið hef- ur eingöngu reynzt virkt í sams konar vefj- um og eru í tungu, koki og hálsi. Prófessor Umezawa segist halda, að hægt sé að finna upp bleomycinafbrigði, sem verki á aðrar teg- undir vefja og um leið á aðrar krabbateg- undir. Hann telur að nýtt tímabil í barátt- unni við krabbann sé nú að hefjast. Bj. Bj. 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.