Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 16
blóðkorna streyma oft þangað, sem smitun á sér stað. Aðrir þættir, sem fylgja bólgum, að- stoða hvítu blóðkornin við starf þeirra. í blóðvökvanum er kemískt efni, sem nefnist fibrinogen og stendur fyrir storknun blóðsins. Það myndar í skyndi þéttriðið eyjanet, ásamt öðrum efnum í blóðvökvanum og hvítum blóðkornum, og myndar þannig slíður eða hylki utan um orustuvöllinn, lokar sýklana inni og smitið er orðið staðbundið. Kýli og graftarsullir eru góð dæmi þess hvernig um- lukningin ver aðra hluta líkamans fyrir sýkla- innrásum. Jafnvel þó sýklar séu þannig orðn- ir inniluktir í hylki í líkamanum, eru varnar- öfl alls staðar sett af stað til að berjast gegn þeim. Sum kemísku efnin, sem leysast úr læð- ingi meðan á orustunni stendur, fara út í blóðrásina og senda viðvaranir út um allan líkamann, þangað sem hvítu blóðkornin hafa aðsetur sitt. Innan fárra mínútna flæða millj- ónir þeirra út í blóðrásina til viðbótar þeim sem fyrir voru, en hún flytur þau út í alla vefi líkamans. Meðan þetta gerist er bein- mergurinn einnig örvaður og hann eykur nýmyndun hvítra blóðkorna í stórum stíl og hrúgar upp nýjum varabirgðum. Sumir sýklar eru búnir fráskotshimnu, sem hrindir hvíta blóðkorninu frá þeim og sumir geta drepið blóðkornin, sem hafa gleypt þá. Jafnvel í dauðanum halda hvítu blóðkornin áfram að mynda efni, sem eru hættuleg sýklum. Ef hvítu blóðkornin megna ekki að hreinsa full- komlega til á orustusvæðinu, koma önnur hvít blóðkorn og stærri til hjálpar, sem kall- ast hákfrumur. Þau gleypa ekki einungis sýkl- ana heldur einnig hvítu blóðkornin, sem hýsa þá. Þegar 'hvítt blóðkorn eða hákfruma hefur gleypt sýkil, er honum venjulega dauðinn vís, en þó ekki alltaf. Sumir sýklar geta lifað tím- um saman innan í hvítri frumu, sem hefur gleypt þá. Fruma getur jafnvel lengt líf sýk- ils, sem hún hýsir með því að verja hann fyrir sótteyðandi áhrifum blóðsins og fyrir lyfjum, sem læknirinn kann að gefa til að eyða smit- inu. Líkaminn þarf að finna leiðir til að hafa vald á sýklunum, sem hafa verið gleyptir, og öðrum aðskotaefnum. Það er séð fyrir því á þann hátt, að fráræsluleiðir mynda net um líkamann allan og kallast sogæðakerfi. Hvít blóðkorn, hákfrumur og það sem hefur ráðizt inn í líkamann, fer inn í sogæðarnar og flytzt með þeim tii sogæðaeitlanna eða kirtlanna, sem komið er fyrir á hernaðarlega mikilvæg- um stöðum um allan líkamann. Hver eitill er sía, sem heldur eftir sýklum og öðrum smá- ögnum. Sogæðavökvinn rennur gegnum einn eitilinn af öðrum þar til hann fer loks í gegn- um hálseitlana og síðan opnast sogæðafljótið út í blóðrásina á hálsinum og sameinast blóð- inu. Þegar að því kemur hafa yfirleitt allir sýklar verið síaðir burtu og haldið eftir af sogæðaeitlunum. Eftir veikindi lifa sýklarnir, sem ollu þeim, stundum dögum og jafnvel vikum saman í sogæðaeitlunum. Eitlarnir á hálsinum eru lokastöðvarnar, sem hindra að sýklarnir komist út í blóðrásina og skýringin á því hvað oft þeir haldast þrútnir og við- kvæmir lengi eftir að sjúkdómnum lýkur, er, að sýklarnir halda þar enn lífi þó önnur sjúk- dómseinkenni séu horfin með öllu. Jafnvel þótt nokkrir sýklar komist í gegnum varnirn- ar út í blóðstrauminn, koma nýjar varnir til skjalanna. Beinmergurinn, lifrin, miltað og nokkur önnur minni líffæri hafa yfir að ráða ógrynni af hákfrumum, sem sía innrásarsýkl- ana út úr blóðinu á sama hátt og sogæðaeitl- arnir sía sogæðavökvann. Aðgerðir mótefnanna. Hvernig geta hvít blóðkorn og hákfrumur gert greinarmun á innrásarsýklum, ásamt ögnum, sem komast inn í blóðrásina og frum- um eða eindum líkamans sjálfs? Líkaminn 16 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.