Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.07.1970, Blaðsíða 20
aftur vinnufœrir 80% allra hjartasjúklinga, sem ná sér eftir kransæðastíflu verða vinnufærir á ný. Sú skoðun er alltaf ríkjandi, að hver sá, sem einu sinni hefur fengið kransæðastíflu, verði raunverulega aldrei heiibrigður framar. Þetta er gamall fortíðardraugur. Síðastliðin 20 ár hafa farið fram látlausar rannsóknir á vinnu- hæfni hjartasjúklinga og hvað megi bjóða þeim, og stefnan að því marki að koma þeim í starf á ný, verður sífellt ákveðnari með hverju ári, sem líður. Jafnframt hafa verið settar ákveðnar reglur um, hverskonar störf þeir megi taka að sér, og hvenær þeir megi taka upp fullt starf á ný eftir áfallið. Flugstjórinn og strætisvagnabílstjórinn mega ekki fara í sætin sín aftur, en geta þó tekið að sér ábyrgðarstörf, sem eru fullkom- lega áhugaverð og geta gefið góðar tekjur. Menn, sem eru við líkamleg störf, hverfa iðulega til þeirra á ný. Sama gildir um verzl- unarmanninn, lögfræðinginn, blaðamanninn og sölumanninn. Forstjórar verzlunar- og iðnaðarfyrirtækja vita nú, að hjartakast dæm- ir þá yfirleitt ekki lengur til iðjuleysis eða til að leggja niður störf sín. Bj. Bj. þýddi úr Healtb. ógjörningur að draga verulega úr sígarettu- reykingum meðal fullorðins fólks svo nokkru nemi. Þess vegna hefur verið ákveðið að reyna að gera eitthvað reykingafólkinu til bjargar. Hjarta- og æðaverndunarfélagið hefur und- anfarið tekið lungnamyndir af fjölda fólks og skráð reykingavenjur þess. Krabbameins- félag fslands fær nú að gera úrtak úr þessum skýrslum, og býður öllum þeim, sem reykt hafa meira en einn pakka á dag í 10 ár eða lengur, að gera frumurannsóknir á uppgangi frá lungum þeirra. Þannig er hafin veigamikil samvinna á milli þessara félaga og ber að fagna því. Frœðslustarfsemin á vegum Krabba- meinsfélags Reykjavíkur Fræðsluferðir út um land hafa verið fleiri en nokkru sinni áður. A fræðslufundunum eru flutt erindi, sýndar fræðslukvikmyndir með íslenzkum textum og útbýtt fræðslubæk- lingum. Fræðslurit félagsins eru nú orðin 7, þar af komu 3 ný út á sl. ári. Síðan farið var að leita aðstoðar kvenfélag- anna við undirbúning fræðslufundanna, hafa þeir orðið miklu fjölmennari og betur undir- búnir en áður. Samstarfið við þau hefur orðið til þess að efla mjög starfsemi krabbameins- félaganna. Bj. Bj. FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 20

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.