Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 6
hefði ekki eitthvað handa mér að lesa. Hún fékk mér enskt tímarit, og tvö fræðslurit frá krabbameinsfélögunum. Annað hét: „Heilsa þín og sígaretturnar", hitt „Tóbak og áhrif þess". Ég tók við þeim með ólund og hálf móðgaðist, því ég þóttist sjá hvað hún væri að fara. Þegar ég kom inn í herbergið mitt, kveikti ég auðvitað í sígarettu og fór svo að blaða í ritunum frá Krabbameinsfélaginu. Það fyrsta, sem ég greip niður í, vakti athygli mína og varð til þess að ég las þau bæði spjaldanna á milli. Ég var í miklu uppnámi eftir lesturinn. Einhver skelfing greip mig og mér fannst allt benda til að ég væri búin að sjá fyrir heilsu minni með reykingum. Hræðilegast af öllu væri ef ég yrði að bregð- ast börnum mínum og gæti ekki komið þeim til manns. Mér fannst ég verða að kveikja í sígarettu til að friða mig en hætti við það. Eitthvert undarlegt ógeð greip mig, sem ég hafði aldrei þekkt áður. Ég háttaði í skyndi, kúrði mig niður og reyndi að sofna, en það tókst ekki. Hjartsláttur, kaldur sviti, vanlíð- an í maganum og hugsanir mínar héldu fyrir mér vöku. Einu sinni, þegar ég var rétt að festa blund, rauk ég upp með andfælum. Mér fannst ég sjá sjálfa mig í líkkistunni, sem sígarettur eru að bera síðasta spölinn til grafar og mynd er af í öðru ritinu, sem ég las. Þetta var hryllileg sýn. Loks tókst mér þó að telja um fyrir mér og róa mig svo að ég gat sofnað. Ég var ekki fyrr vöknuð um morg- uninn en að ég greip eftir sígarettu á nátt- borðinu hjá mér og ætlaði að kveikja í, eins og ég hafði alltaf gert frá því að ég var barn. Þá greip mig sami óhugnaðurinn og kvöldið áður. Ég varð að hætta við allt saman. Þetta ferðalag varð mér þó sannkölluð hamingjutíð. Ég hresstist með hverjum deg- inum sem leið. Hjartslátturinn, kvíðinn, höf- uðdrunginn, svitinn, ógleðin, óþægindin í maganum og sviminn, allt dvínaði þetta ótrú- lega fljótt. Mér fannst sjónin skerpast og blikið fyrir augunum á mér hvarf. Matarlyst- in óx með ólíkindum. Hóstinn og mæðin, sem höfðu þjáð mig undanfarið, minnkuðu svo, að undir lok ferðarinnar, sem stóð í mánuð, gat ég gengið álíka brekkur í einni lotu, og þær, sem ég varð að marg stanza í áður, til að kasta mæðinni. Stundum fannst mér ég verða að fá mér sígarettu, en þegar ég ætlaði að kveikja í henni, varð ógeðið lönguninni yfir- sterkara. Þó ekki sé enn ýkja langt liðið síðan ég hætti að reykja, finn ég nú orðið að mig muni aldrei henda sú ógæfa að byrja á því aftur. Stundum vakna ég með andfælum við að mig dreymir, að ég sé að kveikja mér í sígarettu. Óhugnaðurinn, sem fylgir því, er meiri en ég get lýst. Þeir voru mér hræðileg martröð síðustu mánuðirnir, sem ég var í fé- lagsskap sígarettunnar, og ég vona til guðs, að ég eigi ekki eftir að upplifa hana á ný. Hvort eithvað fleira en áhrif hennar hefur þar blandast inn í og aukið óhamingju mína og vanlíðan er mér ókunnugt — ég held þó ekki. Að eðlisfari er ég iífsglöð og fjörmikil. Maðurinn minn er í góðri stöðu, við erum hamingjusöm, eigum fallega íbúð og börnin okkar þrjú eru hraust og elskuleg. Það ríkti alltaf sérstaklega skemmtilegur andi á heimili okkar þangað til ég varð fyrir áfallinu, sem ég hefi lýst. Ástand mitt varð til þess, að eitthvert farg lagðist yfir það. Mað- urinn minn varð áhyggjufullur út af því hvernig mér leið og leit út. Hann vildi drífa mig til læknis, en ég var ófáanleg til þess. Og einhvern veginn skildu eldri börnin að ekki var allt með felldu, þó ég reyndi að láta ekki á neinu bera. Mér fannst þau alltaf þvinguð og bæld og fann oft að þeim leið ekki vel. Yngsta barnið, sem var tæplega árs gamalt, fór líka að fá óróa- og relluköst, sem aldrei hafði komið fyrir áður, og stundum FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL 6

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.