Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 8
Börn og reykingar Frá upphafi vega hefur fullorðna fólkið brotið heilann um hvers vegna börn haga sér eins og þau gera. Það er jafn erfitt að svara því og annarri spurningu: Hvers vegna hagar fullorðna fólkið sér eins og það gerir? Og spurningarnar eiga báðar rétt á sér hvað snertir sígarettureykingar og allt annað. Þegar hin mikla skýrsla amerísku lækn- anna, tímenninganna, kom út um áramót- in 1963 og 1964, og færði endanlegar sönn- ur á sambandið milli sígarettureykinga og lungnakrabba, fannst mörgum foreldrum og kennurum sem þeir hefðu fundið nýjar rök- semdir, er þeir gætu beitt gagnvart æskufólk- inu, og þær voru þessar: Við fullorðna fólkið fórum að reykja sígarettur áður en vísindin höfðu sannað hvað hættulegt það var. Nú vitum við þetta, en það er um seinan að snúa við. Okkur verður um megn að afneita sígar- ettunum. Þið unglingarnir, sem ekki eruð enn farnir að reykja, vitið um hætturnar, sem stafa af reykingum og hafið auk þess hið Ijóta fordæmi foreldranna fyrir augunum. Þið eigið að láta heilbrigða skynsemi ráða og byrja ekki. Þessar röksemdir foreldra og kennara eru haldlitlar. Hver andlega heilbrigður mað- ur getur hætt að reykja, sé það ákveðinn á- setningur hans, og viljinn einlægur. Og þess eru engin dæmi, að fólk hafi beðið tjón á sálu sinni eða líkama af að hætta reykingum, held- ur hið gagnstæða. Mikið er rætt og ritað um erfiðleikana við að venja sig af reykingum. En það er lítið rætt um hvað erfitt er fyrir venjuleg börn, að alast upp í nútíma þjóðfé- lagi, án þess að venjast á reykingar. Eru reykingar áreiðanlega hættulegar? - Já, því miður. Það orkar ekki lengur tvímæl- is, að unglingarnir, sem fara ?.ð reykja sígar- ettur, eiga miklu meira á hættu en hinir, sem ekki reykja. Ymsir sjúkdómar leita meira á þá en hina og fleiri þeirra deyja um aldur fram. Árið 1962 gaf heilsufræðistofnunin ameríska út bækling um reykingar og heilsu- far. Og árin 1967 og 1968 gaf sama stofnun út nýjustu, vísindalegu staðreyndir um reyk- ingar í bæklingnum: „Áhrif reykinga á heils- una". Hér er útdráttur úr skýrslunni. „ ... Samkvæmt samanburði er fjöldi sjúk- dóma og dauðsfalla meiri á meðal þeirra, sem reykja sígarettur en annarra þjóðféiags- þegna, sem forðast þær. Þetta þýðir, að fjar- vistardagar reykingafólks, vegna veikinda, eru fleiri en þeirra, sem ekki reykja og reyk- ingamenn eiga frekar hættu á að deyja fyrir aldur fram. Tala þeirra, sem dáið hafa úr lungnakrabba væri ekki nema lítið brot af því, sem hún er ef sígarettureykingum væri ekki til að dreifa. Nokkuð sama gildir um 8 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMAL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.