Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 9
langvarandi lungnakvef og lungnaþembu og mikið af hjarta- og æðasjúkdómum. Ungir stórreykingamenn, sem reykja tvo sígarettu- pakka á dag, verða að vera við því búnir, að líf þeirra styttist um 8 ár, en hófsamir reyk- ingamenn, sem láta sér nægja hálfan sígar- ettupakka á dag, stytta líf sitt til jafnaðar um 4 ár. Hættan á að deyja úr afleiðingum sígar- ettureykinga eykst í hlutfalli við hvað lengi er reykt. Þeir sem byrja á unga aldri, eiga mest á hættu. Ahættan er meiri hjá þeim, sem anda að sér reyknum, og áhættan fer minnk- andi eftir að reykingar eru lagðar niður. Það liggur í augum uppi, að því fyrr sem barn fer að reykja, eykst sjúkdóma- og dauðsfallahætta eftir því sem árunum f jölgar. Hvers vegna fara börn að reykja? Miklar rannsóknir hafa verið gerðar hvað snertir reykingar barna og unglinga. Þó rann- sóknirnar hafi verið skipulagðar á mismun- andi hátt, hafa niðurstöðurnar yfirleitt verið þessar: Fæst börn byrja að reykja fyrr en þau eru 10-12 ára. f efstu barnaskólabekkj- unum aukast reykingarnar hröðum skrefum og í framhaldsskólum eykst sígarettunotkunin enn meir, og þeim sem reykja fjölgar jafnt og þétt. Talið er, að um 18 ára aldurinn séu reyk- ingar orðnar að föstum vana hjá 38% drengja og 22 % stúlkna. (Þetta á við um Bandaríkin.) Hundraðstalan hefur þó lækk- að nokkuð hin síðari ár, þó raunalegt sé hvað það er lítið. Reykingar hafa frekar minnkað meðal drengja en aukizt jafnt og þétt hjá stúlkum. Orsökin er vafalaust þjóðfélagsleg. Reykingar voru fyrrum sérréttindi karlmanns- ins og ekki talið hæfa að konur reyktu. Mis- rétti karla og kvenna hefur fallið úr sögunni hin síðari ár og reykingavenjur kvenna líkj- ast nú æ meir reykingavenjum karlmanna. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að börn, sem eiga foreldra og systkini, sem reykja, hættir mjög FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL öðrum fremur til að leiðast út í reykingar, og eins ef félagar þeirra hafa þær fyrir þeim. En það eru undantekningar frá þessum reglum. Mörg börn foreldra, sem reykja, gera það ekki og börn foreldra, sem ekki reykja, leiðast út í það. Það kemur þó nokkrum sinnum fyrir, að jafnvel beztu nemendur í menntaskólun- um reykja, þó sumir af þeim sem dragast aftur úr geri það ekki. Þegar rætt er um reykinga- venjur, eru 4 veigamiklar spurningar, sem nauðsynlegt er að reyna að svara. Hvers vegna fer barnið að hugsa um reykingar? Hver er raunveruleg ástæða til þess að það fer að reykja? Hvaða fullnægingu fær það af reyk- ingum þegar það hefur vanizt þeim? Og að lokum: Hvaða annarleg áhrif verða til þess að barnið heldur áfram að reykja eða á hinn bóginn hættir því? Hvers vegna fer barnið að hugsa um reykingar? Því miður hvarflar víst einhvern tíma að öllum börnum að reykja. Það er engin furða í samfélagi, þar sem 42% alls fullorðna fólks- ins reykir, og sígarettur eru auglýstar, seldar og hafðar um hönd hvar sem er. Það er lík- lega sanngjarnara að móta spurninguna á annan hátt. Hvaða ástæður liggja til þess, að barnið ákveður að reykja ekki? Það væri ólíkt auðveldara fyrir börnin að forðast reykingar ef fullorðna fólkið, sem þau líta upp til, reykti ekki eða ef þau ættu einungis vini og systkini, sem ekki gerðu það. Hver er ástœðan til þess að barn fer að reykja? Sum börn ákveða að reykja, en önnur leið- ast einhvern veginn út í það. Margar ástæður geta leitt til þess, að kveikt er í fyrstu sígarett- unni. Löngunin til að reyna eitthvað nýtt, for- vitni, þráin að líkjast þeim fullorðnu, upp- reisnarandi. 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.