Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 11

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 11
Er ósœmilegt að reykja í viðurvist annara? Einu SiNNi þótti það gott og gilt að menn hræktu í allar áttir, á gólfin heima hjá sér og öðrum og hvar sem þeir voru staddir. Loks kom að því að þetta þótti ekki lengur hafandi. Forystumenn heilbrigðismálanna fordæmdu þessar aðfarir og bentu á þá miklu sýkingar- hættu, sem væri því samfara, auk sóðaskapar- ins. Almenningsálitið snerist smátt og smátt á sveif með þessum mönnum. Hrákadallar komu til sögunnar og nú urðu allir að nota þá. Sú skoðun varð seinna ríkjandi, að þeir væru ófögnuður, sem ætti að hverfa og al- menningsálitið snerist einnig gegn þeim. Þar með voru þeir úr sögunni. Almenningsálitið er voldugt afl, sem erfitt er að standa gegn, en það er breytilegt eftir tímunum, sem lifað er á. Nú er kominn tími til að það breytist gagnvart reykingum og að því þarf allt að stefna. Reykingamenn anda ekki reyknum frá sér inn í neina geyma, heldur púa þeir honum framan í allt og alla. Fólk þyrfti að geta fallizt á, að það sé ósæmilegt að reykja þar sem annað fólk er viðstatt og sérstaklega í viðurvist ókunnugra. Það ætti vitanlega eng- inn að leyfa sér að eyðileggja andrúmsloftið fyrir öðrum; það samræmist tæpast góðum þjóðarvenjum. Og þegar nú hefur sannazt að dvöl fólks í reykfylltum vistarverum, þó það reyki ekki sjálft, veldur oft alvarlegum sjúk- dómum, sem fara jafnan versnandi hjá þeim, sem þeir einu sinni hafa náð tökum á, er eng- um blöðum um það að fletta að slíkt má ekki viðgangast. Það er nógu langt gengið að fólk eyðileggi sína eigin heilsu, vitandi vits og FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL af fullum ásetningi, þó því leyfist ekki einnig að fara eins með annað fólk, sem ekkert hefur til saka unnið. Almenningsálitið er aflið, sem getur hindrað þetta. Sú stund hlýt- ur að nálgast, að það komi til liðs við þann málstað, sem berst fyrir að firra fólk þeim ógnum, sem af sígarettureykingum stafa. Spjöld sem stendur á: „Bannað að hrækja á gólfið" eru úr sögunni; þau eru ekki lengur nauðsynleg. Spjöld með áletruninni: „Reyk- ingar bannaðar" munu einnig hverfa, vegna þess að almenningsálitið hlýtur að koma til hjálpar, svo að þeirra gerist ekki heldur þörf. Bj. Bj. þýddi 11

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.