Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 13
Látið það ekki ske af tilviljun.að þér finnið krabba í brjósti. Hafið fyrir vana að kanna brjóstin mánaðarUga samkvœmt neðanskráðum leiðbeiningum. Bezt er að löðra þau áður í mildu ápuvatni eða strá talkúmi yfir þau. Standið fyrir framan spegil, nakin niður að mitti. Látið handleggina fyrst hanga. Lyftið þeim síðan beint upp. Athugið í báðum þessum stellingum stærð, lögun og útlit brjóstanna og hvort um óeðlilegan mismun þeirra sé að ræða. Gangið úr skugga um hvort brjóstvörturn- ar séu nokkuð óreglulegar útlits, hvort votti fyrir exemi, hreistri eða afrifum á þeim eða vörtugarðinum. Þuklið síðan brjóstin. Bezt er að gera það liggjandi á bakið. Stingið smákodda eða samanbrotnu handklæði undir vinstri öxl- ina og vinstri hendi undir hnakkann. Haldið hægri hendinni flatri og þuklið innri, efri hluta brjóstsins, ásamt brjóst- vörtunni, með fremri hluta fjögurra fingra. Þuklið laust, með mjúkum hreyfingum. Séu herzli í brjóstinu finnið þér þau milli fingranna og brjóstveggsins. Þuklið á sama hátt innri, neðri hluta brjóstsins. Leggið nú vinstri handlegg niður með hliðinni og þuklið ytri, efri hluta brjósts- ins — - og því næst ytri, neðri hluta þess og haldið vinstri handlegg í óbreyttri stell- ingu. Endurtakið síðan rannsóknina í sömu röð hægra megin og þá vitanlega með vinstri hendi. Rannsakið loks bæði handholin með því að þukla þau eins og brjóstin. Það er bezt að gera standandi. Krabbi í brjósti getur valdið eitlastækkuniun í handholinu sömu megin. Þær finnast þar þá sem hnútur. Reynið ekki að nudda burtu hnút, ser þér finnið í brjóstinu eða handholinu - farið umsvifalaust til lœknis. Laníbftast er hnútur í brjósti góðkynja. Ef um krabba skyldi vera að rœða, þá er bað samvizkusemi yðar að þakka að hann finnst svo snemma að þéHœknist að öllum líkindum.

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.