Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 14
(Úr alfræðibók um nútíma læknisfræði): LOST Fyrsta aðstoð við sjúkling í losti. Gerið þetta: Kallið á lcekni. Leggið sjúklinginn á bakið með höfuðið aðeins lægra en fœturna. Gangið úr skugga um hvort sjúklingurinn andar. Geri hann það ekki, á að þrýsta tungunni og kjálkanum fram. Hreinsið munninn af öllu sem kann að vera uppi í honum og sama gildir um kokið. Hefjið lífgunaraðgerðir ef sjúklingurinn and- ar ekki og þá fyrst og fremst með blástursað- ferð. Stöðvið blœðingar með því að þrýsta á sárið eða búa um það. Haldið sjúklingnum þœgilega heitum en forðist ofhitun. Reyrið ekki útlim til að stöðva blæðingu nema í ýtr- ustu neyð. Forðizt einnig að hreyfa sjúkling- inn ef grunur er um alvarleg meiðsli, jafnvel þó hann liggi hœrra með höfuðið en fæturna. Látið aldrei lyf eða næringu upp í meðvitund- arlausan sjúkling. Lost er blóðrásaruppgjöf, sem getur hindr- að alla starfsemi líkamans. Stundum er talað um blóðrásarlost. Það myndast þegar blóð- rásin megnar ekki að flytja nægilegt blóð til vefjanna. Lost er hættulegt ástand, sem get- ur leitt til dauða, sé það mjög svæsið. Nafnið lost getur stundum verið dálítið villandi, vegna þess að það er notað til að tákna alls konar ástand, sem ekkert kemur blóðrásinni við. Fólk talar um taugalost. Það er talað um að hermenn fái sprengjulost, sér- 14 staka tegund taugaáfalls, sem ekki stendur í neinu sambandi við blóðþrýstinginn. Talað er um að fólk fái raflost þegar það verður fyrir rafstraumi og missir meðvitund vegna þess, og talað er um að gefa raflost við sérstökum tegundum geðsjúkdóma. Þá veld- ur rafstraumurinn skammvinnu meðvitund- arleysi, en engri blóðrásaruppgjöf. Fólk með sykursýki fær stundum insulinlost, vegna of stórra skammta af lyfinu. Stundum er slag kallað lost. Ekkert af þessu hefur þó bein áhrif á blóðrásina, á þann hátt, sem lýst er í þessari grein. Gangur blóðrásarlostsins. Höfuðatriði blóðrásarlostsins skiljast bezt með því að hugsa sér blóðrásarkerfið sem fjórþætta vélasamstæðu, er myndast af hjart- anu (dælunni), margbrotnu kerfi þenjanlegra leiðsla (æðunum), vökva á stöðugri hringrás (blóðinu) og fíngerðum stjórntækjum, eða rafmagnsheila (taugakerfinu), sem stjórnar vökvarennsli og þrýstingi. Vídd æðanna er stjórnað af ósjálfráða taugakerfinu og veld- ur því, að æðarnar ýmist víkka út eða dragast saman. Hraða og krafti hjartsláttarins er einn- ig stjórnað af taugakerfinu, það hefur einnig áhrif á blóðþrýstinginn. Þeir meginþættir, sem stjórna blóðþrýst- ingnum í líkamanum, eru: Dælukerfi hjart- ans, sem verður að halda ákveðnum samdrátt- arhraða, hafa nægilegt magn af blóði til að fylla æðakerfið, og þar við bætist stjórn á FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGBISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.