Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 16
berst við að ná andanum. Skyndileg dauðs- föll, sem eiga sér stöku sinnum stað af bý- flugnabiti og innspýtingu sérstakra lyfja, stafa af ofnæmisáhrifum. Fólk, sem veit að það er sérstaklega næmt fyrir slíkum stung- um, og á á hættu að verða fyrir þeim, ætti að leita læknis og fá lyf, sem geta bjargað í slíkum neyðartilfellum. Stundum getur læknirinn gefið inndæling- arlyf, til að draga úr þessum áhrifum. Blóð eitrunarlost. Það stafar af sýklasmitun sérstakra sýkla- tegunda og þekkist nú orðið í vaxandi mæli. Sýklarnir gefa frá sér eiturefni (toxin), sem verka á æðarnar, þegar það kemst út í blóð- rásina. Blóðið bókstaflega staðnar í vissum hlutum blóðrásarkerfisins, þar sem æðakerf- inu hættir til að víkka mjög út og slaka á spennunni, og við það lækkar blóðþrýsting- urinn skyndilega. Hjartalost getur skapast af ástandi, er hindrar starfsemi hjartans sem dælu. Mikil blæðing inn í hjartavöðvann (infarct), eða hjartaslag, er alvarleg hjartabilun og sér- stakar truflanir á hraða og takti hjartans valda hjartalosti. Sjúklingur í losti. Hvernig og hvað fljótt sjúklingur kemst úr eðlilegu ástandi yfir í lost, byggist á því hvað veldur því og hve svæsin áhrif þess eru. Þegar um blæðingarlost er að ræða, vegna blóðmissis, sem er frekar hægfara, verður sjúklingurinn mjög órór í byrjun. Hann verð- ur þyrstur. Um leið og hann færist yfir í lost- ið verður húðin föl og köld. Oft löðursvitnar hann. Púlsinn verður hraður og veikur. Hann verður smátt og smátt drungalegur, á oft erf- itt með andardrátt, verður blár á vörum og undir nöglum. Með auknu losti fellur blóð- þrýstingurinn enn meir, sjúklingurinn fellur 16 í mók og deyr e. t. v. fái hann ekki rétta með- ferð. Meðferð. Lost er hættuástand, sem krefst tafarlausrar meðferðar. Greining losts getur verið mjög erfið þeim, sem eru óreyndir, en einkennin, sem áður er lýst eða miklir áverkar með grun um blæðingu, ættu að vera nægilegar ástæð- ur til að ætla, að um lost sé að ræða, þó blóð- þrýstingurinn sé ekki athugaður. Alltaf þeg- ar svo stendur á, veltur á miklu að fyrsta hjálp berist tafarlaust. Það á að leggja sjúklinginn á bakið, með höfuðið lágt, til þess að blóðið berist sem bezt til heilans. Sé sjúklingurinn með mikla áverka á höfði eða meiðsli á baki, á ekki að hreyfa hann nema einhver, sem gott vit hefur á meiðslunum, sé viðstaddur og telji það óhætt. Það má ekkert aðhafast, sem veldur þján- ingum, vegna þess að það getur komið af stað taugalosti. Gangið úr skugga um hvort sjúklingurinn andar og hvort lokað sé fyrir andardráttinn af tungunni, eða einhverju, sem kann að vera uppi í sjúklingnum. Leiki vafi á hvort öndunarvegurinn sé opinn, á að þrýsta tungunni og neðri kjálkanum fram. Sé enn engin greinanleg öndun, t. d. eins og í ofnæmislosti, á að blása í lungu sjúklingsins með blástursaðferðinni. Ef sjúklingnum blæðir, á að stöðva blóðrásina með því að þrýsta á sárið, eða með umbúðum. Reyringu má ekki nota nema það sé með öllu óhjá- kvæmilegt. Þegar losað er um reyringu getá hættuleg eiturefni, sem myndast stundum vegna stöðnunar í svæðinu framan við hana, flætt út í blóðið. Leitast skal við, að halda sjúklingnum þægilega hlýjum, of mikill hiti getur verið hættulegur. Hiti víkkar út æðarnar og eykur frh. bls. 19 FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.