Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.09.1970, Blaðsíða 21
ingu. Þetta verður oft að gera til þess að sjúklingurinn geti sofið. Sé hlýtt í svefnher- berginu, 18-20 stig C., þannig að hægt sé að vera lítið eða sem minnst klæddur, auðveld- ar það öndunina og dregur úr hóstanum. Her- bergið má ekki vera of heitt, þá ofhitnar sjúklingurinn. Loftið má heldur ekki vera of þurrt, þá ertir það öndunarfærin. Til þess að halda loftinu hæfilega röku, er gott að hafa skál með vatni á rafmagnsplötu með lágum straum. Herbergið á að vera jafn heitt, bæði nótt og dag. Gætið þess að hvorki rafmagns- ofn né neitt annað sé í gangvegi svefndrukk- ins og hálfruglaðs sjúklings ef hann kann að fara fram á baðherbergi að nóttu til. Þar sem inflúenza berst frá manni til manns með úðasmitun - hósta og hnerrum - á svefnherbergið að vera vel loftræst. Lítill efri gluggi má vera opinn svo framarlega sem hvorki myndast dragsúgur né herbergið kóln- ar um of. Forðist ofhituð loftlaus herbergi. Olíuofnar eru óheppilegir til upphitunar í sjúkraherbergi. Þeir eyða súrefninu í andrúms- loftinu og menga það með ertandi gufum. Hins vegar er sök sér að nota þá til varahit- unar annars staðar í húsinu. Þreyta og þunglyndi. Þreyta og þunglyndi leita á langflesta eft- ir inflúenzu eins og aðrar meiriháttar veiru- smitanir. Með algerri hvíld, rúmlegu þangað til hitinn er horfinn og góðri hjúkrun, verður minna úr eftirköstunum. Það hressir sjúkling- inn að fá oft skipt um lök, ver, nærboli, nátt- föt, sem eru rök af svita. Krumpuð rúmföt á að slétta og laga koddana fyrir nóttina, því sjúklingurinn sefur betur í vel umbúnu rúmi. Birtan í herberginu á ekki að vera sterk og þess skal gætt að hún skíni ekki í augu sjúk- lingsins. Allt skal gert til að forða sjúklingn- um frá áhyggjum, hávaða, heimsóknum og vandamálum í sambandi við heimilisstörf og FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL alla aðra vinnu. Hann á helzt að vera í róleg- asta herbergi hússins og bezt er að vera í eins manns rúmi meðan á sjúkdómnum stendur. Inflúenza er bráðsmitandi sjúkdómur og því á að einangra inflúenzusjúklinginn og forð- ast allt samneyti hans við aðra í fjölskyldunni og velviljaða ættingja, eftir því sem tök eru á. Það dregur úr útbreiðslu sjúkdómsins. Þeir sem fá hann mega ekki undir neinum kring- umstæðum fara út fyrr en hitinn er orðinn eðlilegur og líðanin sæmileg, sem er venju- lega eftir 5-7 daga frá byrjun sjúkdómsins. Börn og aldrað fólk er að vísu stundum leng- ur að jafn sig, en lang flestir eru orðnir nokk- urn veginn góðir eftir 10 daga og hafa þá sigrast á vetrarfjanda okkar, inflúenzunni. Hvenœr á að leita læknis? Eðlilegur og heilbrigður maður á auðveld- lega að komast yfir inflúenzu án nokkurrar læknishjálpar, en hættan felst í fylgikvillum hennar. Haldist hár hiti lengur en 48 klst., án nokkurrar tilhneigingar til lækkunar eða hækki hann aftur eftir 3. daginn, er ekki ólík- legt að ný smitun hafi komið til skjalanna e. t. v. lungnakvef eða lungnabólga. Aldraður sjúklingur eða veill fyrir brjósti, á alltaf fylgi- kvilla á hættu ef hann fær inflúenzu. Það gildir sérstaklega um fólk með hjartasjúk- dóma, þrálátt lungnakvef og asthma. Þegar svo stendur á er rétt að leita læknis í tíma, svo hann geti gert viðeigandi ráðstafanir. Sjúklingur veill fyrir brjósti er oft með mik- inn hósta og grænan eða gulan uppgang eftir inflúenzu. Þetta krefst lækniseftirlits, sem ekki má vanrækja. Inflúenzan er oft frekar væg í smábörnum og líkist oft vondu kvefi. Umönnun barns með inflúenzu hlýtir sömu reglum og að ofan greinir. Ur heilsufræðiriti Sheffield-borg- ar, eftir Alexander D. G. Gunn. Bj. Bj. þýddi 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.