Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 6
Blóðsýnum til mœlinga á ónœmis- ástandi var safnað um allt land. Myndin var tekin á heilsugæslustöð- inni í Kópavogi þegar herferðin stóð sem hœst. hver þeirra sem mótefni höfðu vissi til að hafa sýkst, og tíundi hluti þeirra sem töldu sig hafa fengið sjúkdóminn reyndist ekki hafa mótefni. í niðurstöðum rannsókn- arinnar var getum að því leitt að í faraldrinum 1963—64 hafi fjöldi sjúklinga verið nálægt 40 þúsund eða sjö sinnum fleiri en skráð tilfelli sögðu til um. VERÐANDI MÆÐUR. Mæl- ingar á mótefnum gegn rauðum hundum urðu reglubundinn þáttur í mæðraeftirliti hérlendis árið 1975. Bólusetningar hófust ári síðar. SKÓLABÖRN. Haustið 1976 var ákveðið að hefja bólusetningu gegn rauðum hundum hjá stúlkum í 12 ára bekkjum skólanna í Reykjavík. Við rannsókn sem gerð var á stúlkum fæddum 1964 reyndust 53% neikvæðar við mót- efnamælingu og voru flestar þeirra bólusettar. Af þeim fékk tæpur fjórðungur einhver einkenni auka- verkana, en engar alvarlegar eða síðbúnar aukaverkanir komu fram. Um 94% þeirra sem bólusettar voru höfðu mótefni í verndandi magni eftir eitt ár. Síðar náðu þessar að- gerðir til landsins alls. SÍÐASTI FARALDUR. Á miðju ári 1978 hófst faraldur rauðra hunda. Um líkt leyti hafði landlæknisembættið í samráði við rannsóknastofu í veirufræði og borgarlæknisembættið ákveðið að hefja allsherjarátak meðal kvenna á barneignaaldri. Um haustið fékkst loforð fjárveitinga- nefndar fyrir fé til verksins en vegna faraldursins varð að ráði að fresta aðgerðum. Þess í stað voru ófrískar konur hvattar til að láta mæla rauðuhundamótefni sem allra fyrst á meðgöngu. Tóku konur tilmælunum mjög vel. Á einu ári (meðan faraldurinn gekk) voru niæld 14709 sýni frá 5126 ófrískum konum. Sýndu 114 kvennanna marktæka hækkun rauðuhunda- mótefna einhvern tímann á með- göngu. Nú, tveimur árum síðar, hefur verið kannað heilsufar barna þeirra mæðra sem sýndu marktæka mótefnahækkun á 12. til 20. viku meðgöngu og fæddu. Einnig var athugað hve rnörg börn hafa greinst með meðfæddar rauðu- hundaskemmdir eftir faraldurinn, og hafa einungis tvö slík börn fundist (samanborið við 37 í líkum faraldri fimmtán árum áður). Aug- Ijóst er að aðgerðir þær sem gripið var til í faraldrinum 1978—79 báru mjög mikinn árangur. „Ánægju- legast var að geta fullvissað þær konur sem höfðu nægilegt mótefni um að ástæðulaust væri að kvíða fyrir því að barnið fæddist van- heilt,“ sagði Margrét Guðnadóttir, sem stjórnaði rannsókninni. FÓSTUREYÐINGAR. Vegna faraldursins 1963 — 64 voru veitt leyfi fyrir 91 fóstureyðingu, 28 voru framkvæmdar vegna faraldursins 1972—74 en þær urðu alls 104 í rauðuhundafaraldrinunt sem gekk 1978-79. ALLSHERJARÁTAK. Síðla vors 1979, undir lok faraldursins, var hafist handa um fyrirhugað Blóðsýnum er ná safnað í skólum og />au síðan athuguð á Rannsóknastofu í veirufræði. 6 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.