Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 7

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 7
ÓNÆMISAÐGERÐIR frá fæðingu til fermingaraldurs skv. tillögu landlæknisembættisins 3 MÁNAÐA 4 MANAÐA 6 MÁNAÐA 7 MÁNAÐA 14 MÁNAÐA 2 ÁRA 3-4 ÁRA 6-7 ÁRA 9 ÁRA 12 ÁRA (stúlkur) 14 ÁRA _ átak sem frestað var árið áður. Ætlunin var að ná til sem flestra kvenna fæddra 1940—67, auk stærri hóps í dreifbýlinu (f. 1934—39). Ákveðið var að bjóða öllum mótefnalausum konum ókeypis bólusetningu. Heildar- fjöldi kvenna í þessum hópum var rúm 53 þúsund. Viðbrögðin voru mjög jákvæð því að nú hafa 80— 90% kvenna á barneignaaldri og 90—98% skólastúlkna (12— 16 ára) verið mældar. í flestum aldurs- flokkum reyndust um 90% kvenn- anna ónæmar. Söfnun upplýsinga og blóðsýna vegna bólusetning- anna er ekki að fullu lokið. lslend- ingar voru fyrstir þjóða heims til að gera svo víðtæka rannsókn á ónæmi gegn rauðum hundum, og má búast við því að þar með hafi verið nær komið í veg fyrir að far- aldur rauðra hunda geti náð sér á strik meðal kvenna á barneigna- aldri. En hvers vegna er ekki fyrir- skipuð bólusetning allra lands- manna? Ólafur Ólafsson land- læknir svarar því: „I fyrsta lagi er bóluefnið nokkuð dýrt og tiltölu- lega ódýrt að velja úr með mót- efnamælingum þá sem þurfa á bólusetningu að halda. í öðru lagi er sjúkdómurinn ekki hættulegur öðrum en barnshafandi konum (eða réttara sagt fóstrum þeirra). í þriðja lagi er talið mjög erfitt að koma í veg fyrir faraldur, og segja má að eðlileg sýking barna sé ódýr leið til að þau fái mótefni." SPARNAÐUR. Ávinningurinn af því að koma í veg fyrir varanlegt heilsutjón vegna rauðra hunda er mjög mikill en vandmetinn. Þó má nefna að áætlaður útlagður kostn- aður ríkisins vegna eins heyrnar- skerts barns gæti orðið um ein milljón nýkróna. Otgjöldin við all- ar aðgerðirnar síðustu árin nema lægri upphæð. Skúli G. Johnsen, borgarlæknir í Reykjavík, sagði um árangurinn: „Líklegt má telja að meiri hluti tilfella af meðfæddu heyrnarleysi stafi af rauðum hund- um, og má sjá hvílíkur sparnaður yrði af því fyrir þjóðfélagið ef heyrnleysingjum fækkaði til rnuna, fyrir utan hinn ómetanlega ávinn- ing sem felst í því ef færri einstakl- ingar þurfa að lifa ævilangt í heimi þagnarinnar." FRAMTÍÐIN. Ólafur Ólafsson landlæknir var spurður um skipu- lag þessara aðgerða næstu árin: „Við stefnum að því að árlega verði mæld mótefni hjá öllum tólf ára stúlkum, og þeim seni ekki eru ónæmar verði boðin bólusetning. Fljótlega má vænta þess að slíkar aðgerðir verði eðlilegur þáttur í starfi heilsugæslustöðvanna, en rannsóknirnar verði áfram gerðar hjá Rannsóknastofu í veirufræði. Á þennan hátt verðum við betur búin undir næsta faraldur og þurfum ekki eins að beita fóstureyðingum, sem eru auðvitað neyðarúrræði." Margrét Guðnadóttir, prófessor og forstöðumaður Rannsóknastofu í veirufræði, sagði aðspurð urn næsta faraldur rauðra hunda: „Vegna þess hve stutt var á milli síðustu tveggja faraldra þá búumst við ekki við þeim næsta fyrr en nálægt 1990. Þær stúlkur sem voru í fyrstu tólf ára aldurshópunum sem aðgerð- irnar náðu til verða þá á algengasta barneignaaldrinum svo að mikil- vægt er að fylgjast vel með því í mæðraskoðunum hvort ónæmið gegn rauðu hundunum dvínar nokkuð.“ ÞRÓUNIN. Tekist hefur að út- rýnia mörgum hættulegum smit- sjúkdómum, svo sem alkunna er. Nú virðist hafa náðst mjög mikill árangur í baráttunni við afleiðingar rauðra hunda. Mislingabólusetn- ing er hafin og enn stærra átak í undirbúningi. Bóluefni gegn hettu- sótt er fáanlegt. Hvað næst? -jr. Stuðst við greinar eftir Auði Antonsdóttur, Birnu Einarsdóttur, Björgu Rafnar, Harald Tómasson, Hclgu M. ögmundsdóttur, Margréti Guðnadóttur, Ólaf Ólafsson, Sigriði Guðmundsdóttur, Skúla G. Johnsen og Þorgerði Árnadóttur. Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981 7

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.