Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 16
HVAÐA NÆRINGAREFNI ERU í MJÓLKINNI ? Moiurmjólk venjuleg / broddmjólk KÚamjólk Þurrmjólk- urduft Kaloríur 710 580 620 640-685 Eggjahvita g 12 27 34 16-18 Fita g 38 29 30 25-35 Kolvetni g 70 53 48 72-82 Kalk mg 330 310 1200 350-500 Járn mg 1,5 0,9 1 11-14 C-vitamin mg 43 44 15 75-80 D-vitamin ae 4 - 12 500 þurrmjólkurdufts. Broddurinn, fyrsta mjólkin sem kemur, er gul- leitur vökvi, auðugur af mótefnum gegn smitsjúkdómum. Hann er eggjahvíturíkari en brjóstamjólkin verður, en fitu- og kolvetnasnauð- ari. Á fyrstu tveim til þremur vikum frá fæðingu nær brjóstamjólkin eðlilegri gerð sinni. Fitumagn brjóstamjólkur er mismunandi mikið. Bæði er að fiturnagnið er meira á morgnana, og svo hitt að þegar barnið byrjar að sjúga kemur þynnri mjólk, en þegar líður á máltíðina verður mjólkin fituríkari. Brjóstamjólkin er feitari en kúamjólk en I fitu brjóstamjólkur er mun meira af ómettuðum fitusýrum. í brjóstamjólk eru næg vítamín fyrir barnið, að undanskildu D-vít- amíni sem þarf að bæta við fæðið þegar á fyrsta mánuðinum. Járn er einnig af skornum skammti, en barnið nýtir til fulls járnið í brjóstamjólkinni. Er járnskorts- blóðleysi næsta óþekkt fyrirbæri hjá fullburða brjóstabörnum, en nokkuð algengt hjá börnum sem fá kúamjólkurbland. Þurrmjólkurduft í stað brjóstamjólkur er hægt að fá þurrmjólkurduft. Flestar gerð- irnar eru framleiddar úr kúamjólk. Til þess að gera þurrmjólkurduft sem iíkast brjóstamjólk er kúa- mjólkin blönduð vatni, eggjahvítu- efnum breytt, eða notuð undan- renna sem bætt er jurtafitu sem inniheldur ómettaðar fitusýrur. Einnig er þurrmjólkurduftið vít- amínbætt við hæfi barnsins. Það er því æskilegt að barn sem ekki fær brjóstamjólk fái þurrmjólkurduft fyrstu mánuðina. Mataræði móðurinnar Mikilvægt er að móðirin neyti fjölbreyttrar fæðu þegar hún hefur barn sitt á brjósti. Sé mataræði móðurinnar ófullnægjandi er hætt við að mjólkin verði minni og vít- amínsnauðari. Mikil orka fer í að hafa barn á brjósti og er talið að orkuþörf móðurinnar aukist um 5—600 hitaeiningar á dag. Þörf fyrir aukinn vökva kemur fram sem þorsti. Sé móðirin á lyfjameðferð þarf að hafa samráð við lækni um brjóstagjöf. Konur sem hafa börn sín á brjósti ná sér fyrr eftir fæðinguna. Þegar barnið sýgur hefur hormónið oxytocin áhrif á legið, það dregst saman og losnar við slím og vökva. Fyrstu vikurnar eftir fæðingu finn- ur konan fyrir samdráttarverkjum í byrjun brjóstmáltíðar vegna þess- ara áhrifa. Einstaka fæðutegundir, svo sem laukur, kál, vínber, súkkulaði og mjög mikið kryddaður matur, geta haft áhrif á bragð mjólkurinnar og valdið óróleika hjá barninu eftir máltíð eða á meðan það er að borða. Ef móðirin reykir þá berst nikó- tín í mjólkina og getur það haft áhrif á líðan barnsins. Hve oft á að gefa barninu? Flest börn þurfa að drekka á þriggja til fjögurra tíma fresti og jafnvel oftar fyrstu vikurnar, eða 5 til 6 sinnum á sólarhring. Þeim mæðrum sem ekki binda sig um of við ákveðna tímalengd milli mál- tíða, heldur gefa barninu þegar það er svangt, gengur oft betur með brjóstagjöfina. Ef mjólkin minnk- ar, eða þarfir barnsins aukast, getur þurft að gefa því oftar í einn eða tvo daga, til þess að mjólkurmyndunin komist í eðlilegt horf á ný. Alltaf er sjálfsagt að gefa barninu bæði brjóstin og nauðsynlegt ef mjólk- urframleiðsla er lítil. Á meðan börn vakna á nóttunni er rétt að gefa þeim brjóst, en ekki er þörf á að 16 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.