Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 21
Um spánsku vcikina og svínainf lúensuveiru í haust kom út á vegum Rann- sóknastofu í veirufrœði og land- lœknisembœttisins fylgirit við Heil- brigðisskýrslur (1981 nr. 4) um „Rannsóknir á mótefnum gegn in- flúensuveirum á íslandi 1976 með sérstöku tilliti til svínainflúensu. “ Höfundar eru Bjarni A. Agnarsson, Karl G. Kristinsson og Sigurður Thorlacius, en formála ritar Mar- grét Guðnadóttir. Við fengum leyfi til að birta hér stuttan útdrátt úr textanum, einkum að því er varðar spánsku veikina og tengsl hetmar við svinainflúensu. —jr. Spánska veikin svokallaða, sem geisaði í heiminum á árunum 1918 og 1919, var inflúensufaraldur. Á þeim árum var ekki til sú tækni sem er nauðsynleg til að einangra veirur og segja til um gerð þeirra. Árið 1931 tókst fyrst að einangra inflú- ensuveiru sem olli inflúensu í svín- um og var því nefnd svínainflú- ensuveira. Tveimur árum seinna tókst svo að einangra fyrstu mannainflúensuveiruna. Þegar til hafði orðið tækni til að mæla in- flúensumótefni í blóði, kom í ljós að fólk það sem hafði lent í spánsku veikinni á sínum tíma hafði mark- vert hærri mótefni gegn svínain- flúensuveiru en aðrir. Var því ályktað að sú veira, eða mjög lík veira, hefði valdið spánsku veik- inni. Á íslandi kom spánska veikin yfir landið í þremur bylgjum, eins og víðast hvar annars staðar. Fyrsta aldan kom í júní 1918 og barst með skipum frá Englandi og Dan- mörku. Kom hún fyrst til Reykja- víkur, en barst þaðan út um sveitir. í skýrslum er veikinnar getið á Eyrarbakka, í Mýrdal og á Síðu, einnig á Skipaskaga og í Stykkis- hólmi. Önnur bylgjan, hin eiginlega spánska veiki, barst til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar seinni hluta október 1918 frá Danmörku, Eng- landi og Bandaríkjunum. Barst hún síðan út um landið en gekk yfir á þremur mánuðum. Veikin barst til 16 eða 17 læknishéraða sunnan- og vestanlands. Strangri sóttvörn var komið á og voru m. a. hafðir verðir á Holtavörðuheiði og við Jökulsá á Sólheimasandi. Tókst á þennan hátt að verja Norður- og Austur- land. Öll læknishéruð austan og norðan við svæðið frá Rangárhér- aði til Hesteyrarlæknishéraðs sluppu við veikina og einnig nokk- ur héruð á Vesturlandi. Veikin stakk sér niður í Miðfjarðarlæknis- hérað, en fljótlega tókst að ein- angra sjúklingana. Veikin var mjög mannskæð, sérstaklega í þéttbýli. Skráðir sjúklingar voru 6914 og dánir 459 eða 10.1%o af mannfjöld- anunt i sýktu héruðunum. Mest var tíðnin hjá fólki á besta aldri. í Reykjavík dóu um 16 manns af Upphaf greinar í Morgunblaðinu 17. nóvemher 1918 um „spansku pest- ina“ en hlé hafði þá orðið á útgáfu blaðsins í tíu daga vegna inflúens- unnar. Sóttin mikla -..- Átifl, scm nú er að llða, tnon leofú i minnum haft, sem ir friðar ins. Óskin, sem allar þjððir heims- ins hafa horið fyrir trjójti, hefir genftið eftir. Sverðin ero sllðtuð i ▼igvelli Evrópo. Hver l'.cíði splð (ívi, að SÍO mikil tlðimli gerðist hér i meðal vor, að menn mintus: naumast i topn:- hléið, byitingona þýzko og laod- flótta þess þjóðhðfðinftja, sein mest hefir verlð um ra-tt slðosto irin, þeirra vegna? Hver hefði spið þvi, að svo viðbnrðarfkir dagar biðn vor, að vér gleyj’dum Kðtlu, spúandi eldi og eimyrjn vfir nllæcar sveitir ? Nú nefnir enginn Reykvlkingor Kðtlo, fremor en hún hefði aldrei vetið tiU Og engir finar svifu að húp i þriðjodaginn var, tii þess að fagna friðnnm. 1 stað þess drúpto Önar i miðri stðng, sem sýnilegt tikn dtepsóttarinnar, sem danðinn hefir fengiö að vopni, i okkar af- skekta landi Utan út heimi hafa borist öðro favoro siðan i somar fregnir af in- flúenzunni, sem geisað hefir viðs- vegar nm Evrópu, og nú opp i slð- kastið einnig vestan hafs. Eu það virðist svo, sem að menn hafi eigi ilióð' veikina jafnskreða og raun er i orðin. Inflúenzan, sem menn hafa itt að venjast siðustn irin, hefir verið mjög meinlans, og fólk hefir talið hana lltið verri en slaemt kvef. Og það virðist mega xtla, að Ixknar vorir sumir hafi eigi ilitið, að v:rn- leg bxtta gxti stafað aí henni, þvi að annats mxtti það heita ófyrir- gefanlegt skeytingarleysi að bafa eigi betri viðhúnað nndir komn hennar hingtð, en gert var, eða gtra eigi rúðstafanir til sð tefja svo fyrir veikinni, sð mikiU meiri hlnti bxjar- búa sýktist ekki samdmis, og vand- rseðin þsr a1 leiðandi yrði óviðrúfttn- leg- A miðvikudaginn annan en var má telja að þriðjnngnr bxjarbúa bafi verið orðinn veikor. En nxsto dag ana breiddist veikin svo mjög út, nft nm slðosto helgi mun ýkjolaost megs tdja, að txpor þriðjongor bxjubúa hafi verið 1 uppréttom fótom. Þá dsgana var þvi llkast sem alt llf vreri að fjara út I bxn- um. Cftturnar voru að kalla mitti aoðar af fólki, og etlð voru þið sömo andlitin sem siust, flest eldra fólk. 1 byrjun þessarar viko fóru fóru aö sjist ný andlit, sjúklingar, scm gengnir voru úr greipum sótt- arinnir. En um sama leyti (ór hinn hryggilegi fðrunaotur Inftúenzonnar, longnabólgan, að fxrast i aokana, og með henni fjftlgaði mannsliton- um. Fréttabrétum HEILBRIGOISMÁL 3/1981 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.