Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 25
Sterk verkja stillandi lyf: ÓPÍUM, MORFÍN OG HERÓÍN Grein eftir dr. Vilhjálm G. Skúlason Ávana- og fíknilyfjum er venju- lega skipt í nokkra flokka, sem hver hefur sín sérkenni. Þessir flokkar eru: sterk verkjastillandi lyf, róandi lyf og svefnlyf, örvandi lyf, skyn- villuefni og leysiefni. Talið er að ópíumfíkn sé elsta böl mannkyns. Ópíum, sem er þurrk- aður safi úr aldini ópíumvalmúans, var þekkt fyrir meira en fimm þús- und árum. Þekking á líffræðilegum eiginleikum og hinum ótrúlegu eiginleikum þess að framkalla vímu og losa menn við vesöld og örvæntingu dreifðist smám saman um allan heim. Árið 1803 tókst þýska vísinda- manninum Sertúrner að vinna hreint morfín úr ópíum og kom brátt í ljós að verkjastillandi verkun þess var mun meiri en ópiums, en einnig hætta á ávana og fíkn. I borgarastyrjöld Bandaríkja Norður-Ameríku var morfín notað svo ógætilega vegna vanþekkingar, að fjöldi hermanna varð morfín- fíkn að bráð og varð þetta ástand brátt þekkt undir heitinu „her- mannaveiki". Var skömmu síðar byrjað á tilraunum til þess að breyta morfíni þannig með efna- fræðilegum aðferðum, að það héldi hinni gagnlegu verkjastillandi verkun án þess að notkunin hefði ávana- og fíknihættu í för með sér. Eitt fyrsta morfínafbrigðið var framleitt árið 1899 og hlaut það nafnið heróín. Um skeið var talið, að það væri hættulaust lyf, sem hægt væri að nota í stað morfíns, en síðar kom í ljós að það hafði öfluga verkjastillandi verkun, en ávana- og fíknihætta af notkun þess var ennþá meiri en af völdum morfíns. Morfín og skyld lyf draga úr störfum miðtaugakerfis og þar með ótta og spennu, en einnig úr frum- hvötum svo sem hungri og kyn- hvöt. Verkjastillandi verkun morf- íns er að sjálfsögðu sú verkun, sem sóst er eftir og er hún vel rannsök- uð. Önnur efni sem hafa hliðstæða verkun eru talin vera um eitt hundrað talsins. Talið er að ávani og fíkn í morfín og skyld efni, einkum heróín, sé stærsta einstaka vandamálið í þessum efnum í Bandaríkjunum. Tiltölulega fáum þeirra sem ánetjast lyfjum úr þess- um flokki, er hægt að bjarga og deyja þeir því um aldur fram af þeirra völdum, beint eða óbeint. Allt líf þessara óhamingjusömu einstaklinga snýst um það lyf, sem líkami og sál þeirra getur ekki verið án og allar fortölur eru eins og að skvetta vatni á gæs. Ópíum-reykingar eru upprunnar í Asíu. Stungunálin og lyfjadælan voru uppgötvaðar um miðja nítj- ándu öld og varð misnotkun þess- ara efna í formi stungulyfja þá Ópiumvalmúinn (papaver somni- ferum, draumsótey). möguleg. Langflestir heróínneyt- endur misnota lyfið í þessu formi. Ávani og fíkn í morfín og skyld efni er mjög alvarlegt ástand, sem er erfitt viðureignar. Þegar til lengdar lætur, dregur úr andlegu og líkamlegu þreki og þess vegna eru morfínistar næmari fyrir ýmsum sjúkdómum, lífslíkur þeirra eru mjög skertar og vegna mikillar fjárþarfar eru glæpir og fangelsis- vist miklu tíðari meðal þeirra en annarra þegna þjóðfélagsins. Áhrif morfíns og skyldra lyfja eru í stór- um dráttum vellíðunarkennd, verkjadeyfing, höfgi og mjög skert skynjun, velgja, uppsala, hægða- tregða, öndunartregða og greinileg líkamleg fíkn, sem merkir að lík- aminn hefur aðlagað sig áhrifum lyfsins og getur ekki án þess verið. Yfirskammtur getur leitt til dauða vegna öndunarlömunar. Óbein áhrif af misnotkun þess- ara lyfja eru persónuleg vanræksla, næringar- og vítamínskortur, lifr- arbólga og aðrar smitanir af völd- um óhreinna stungunála og lyfja- dæla. Hætta á ávana og fíkn er mikil við notkun lyfja í þessum flokki og getur hún til dæmis myndast á einni eða tveimur vikum þegar venjulegir lyfjaskammtar eru gefnir að staðaldri. Fráhvarfseinkenni koma smám saman í ljós þegar töku lyfsins er hætt eftir langvarandi misnotkun. Þau einkennast af eirðarleysi, svefnleysi, gæsahúð, verkjum og ósjálfráðum rykkjum í vöðvum, velgju, uppsölu, niðurgangi, megr- un, hröðum andardrætti, blóð- þrýstingsfalli, vökvatapi, sem getur orðið lífshættulegt, og almennu sleni. Sú lýsing, sem hér hefur verið dregin upp, á við um morfín og heróín, en önnur helstu lyf sem þetta á einnig við um, einungis í mismunandi ríkum mæli, eru petidín, ketóbemídon, metadón, hydrókón og oxíkón. Dr. Vilhjálmur G. Skúlason lyfja- frœðingur er prófessor i lyfjafrœði lyfsala viö lœknadeilcl Háskóla Islands. Fréttabróf um HEILBRIGÐISMAL 3/1981 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.