Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 27
Buðardalur Hellissandur Kleppjárnsreykir* Borgarnes • Akranes • Húsnædismál heilsugæslustöðva /4 VESTURLMDSHÉRAD Grein eftir Ingibjörgu R. Magnúsdóttur Vesturlandshéraði er skipt í fjögur heilsugæsluumdæmi. Þau eru: Akranesumdæmi, Borgarnes- umdæmi, Ólafsvíkurumdæmi og Stykkishólmsumdæmi. Læknishér- aðið sem slíkt er hið sama og Vest- urlandskjördæmi. 1 lögum um heilbrigðisþjónustu (57/1978) eru hins vegar ákvæði um að þar til öðruvísi verði ákveðið skuli Heilsugæslustöðin í Stykkishólmi þjóna Flateyjarhreppi og Heilsu- gæslustöðin í Búðardal skuli sjá um heilsugæslu á Reykhólum. Þannig er allri Austur-Barðastrandarsýslu í Vestfjarðakjördæmi (-héraði) þjónað frá Vesturlandshéraði. / þessum nýrri hluta sjúkrahússins ú Akranesi er adstada fyrir heilsu- gwslulœkna, en í eldri hlutanum er m. a. ungharnaeftirlit, móttaka sér- frceðinga o.fl. Nú er rætt um að hyggja sérstakt húsnœði fyrir heilsu- gœslustöðina. í þessum fjórum heilsugæslu- umdæmum er gert ráð fyrir heilsu- gæslustöðvum á átta stöðum, auk stöðvarinnar á Reykhólum. Af þeim eru fimm H2-stöðvar, þrjár H-stöðvar, og Reykhólastöðin er H-stöð. Samkvæmt íbúaskrám var mannfjöldi í Vesturlandskjördæmi öllu 14884 hinn 1. desember 1980. í Flateyjarhreppi töldust 30 íbúar og í hinum hreppunum fjórum í Austur-Barðastrandarsýslu voru þeir 386. Fjöldi þeirra sem eiga rétt á þjónustu í Vesturlandshéraði er því 15300. í héraðinu eru sjúkrahús á Akranesi og í Stykkishólmi. Einn af læknum Heilsugæslustöðvarinnar í Ólafsvík, Kristófer Þorleifsson, er héraðslæknir í Vesturlandshéraði. A kranesumdœmi: Akranes (H2). Starfssvæði: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðar- strandarhreppur, Skilmanna- hreppur, Innri-Akraneshreppur og Leirár- og Melahreppur. íbúatalan er 5762, þar af eru á Akranesi um 5200 íbúar. Heilsugæslustöðin á Akranesi hefur húsnæði á leigu í húsakynnum Sjúkrahúss Akraness. Hún býr þar við mikil þrengsli, var komið þar fyrir á sínum tíma í húsnæði sent þá þegar var fullnýtt. Starfsmenn sjúkrahússins telja, að hún þrengi um of að starfsemi þess, auk þess sem stöðin getur tæplega byggt upp sína eigin starfsemi sök- um þrengsla. Mjög aðkallandi er orðið að bæta við einum lækni eða Fréttabrét um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.