Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 33
KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLAADS 30ÁRA L skylda okkar, sem höfum það starf að vaka yfir heilbrigði og líkam- iegri og andlegri velferð samborg- aranna, að styðja starf þeirra eftir mætti. Verkefni það sem krabbameins- félögin hafa valið sér er afar víð- tækt. Eftir því sem þekking manna á uppruna krabbameinsins hefur vaxið hefur félagið staðið í farar- broddi um hvers konar aðgerðir til að fyrirbyggja sjúkdóminn. Á þvi sviði er nú unnið þróttmikið starf, sem felst m. a. í víðtækri fræðslu um eðli sjúkdómsins, aðgerðum til að forðast lifnaðarhætti sem vitað er að geti leitt til krabbameins- myndunar, svo sem reykingar, haft er vakandi auga með margvísleg- um krabbameinsvaldandi efnum og bent á hættur sem eru samfara umgengni við slík efni eða notkun þeirra. Slíkt varnarstarf, sem bein- ist að frumatriðum heilsuverndar, á oft erfitt uppdráttar og fjármunir til slíks liggja ekki á lausu hjá hinu opinbera. Þungamiðjan í starfsemi krabbameinsfélaganna hefur um Séðyfir fumiarsalinn á hátíðarfundi i tilefni af þrjátíu ára afmœli Krabha- meinsfélags Islands. Gjörbreytt afstaöa til krabbameins Ávarp Skúla G. Johnsen horgarlœknis á afmœ/isfundi Krabbameinsfélags íslands sem haldinn var í Donms Medica 15. maí 1981 Það eru ekki liðnir nema fáeinir áratugir frá þeim tíma er læknavís- indin stóðu að mestu ráðþrota gagnvart einni algengustu dánar- orsök samtímans, krabbameininu. Fyrir þrjátíu til fjörutíu árum náði þekking manna á þessum skaðvaldi svo skammt að með engu móti varð séð, að nokkra þýðingu hefði að skipuleggja aðgerðir eða hefja átak í baráttunni gegn honum. Hins vegar er þeirri hamingju að fagna, að meðál okkar finnast ein- staklingar sem öðlast hafa trú og baráttuhug og eru tilbúnir til að leggja allt í sölurnar fyrir framgang málefnis, sem að dómi flestra virtist vonlaust og óyfirstíganlegt. Ekki er ofsagt að einmitt þessi baráttuhug- ur tendraði hug þeirra manna sem stóðu að stofnun Krabbameinsfé- lags íslands fyrir 30 árum. Þá var næstum hver sá sjúklingur sem fékk þennan illkynjaða sjúk- dóm talinn dauðadæmdur og hans beið oftast ekki annað en dauða- stríðið. Það þurfti því kjark til að rísa upp til baráttu gegn slíkum meinvætti, kjark sem einungis fá- unt mönnum er gefinn. Þegar upphafsmenn baráttunnar gegn krabbameini á íslandi höfðu vísað veginn kom strax í ljós að fjölda margir voru tilbúnir til að leggja lið sitt í þágu málefnisins. Fyrstu árin unnu forystumenn Krabbameinsfélagsins ósleitilega að framgangi félagsins, þeir hófu útgáfu tímarits, skrifuðu greinar í blöð, efndu til fræðslufunda, ferð- uðust unt landið og hvöttu til stofnunar félagsdeilda í öllum landshlutum. Á þennan hátt varð baráttan gegn krabbameininu smám saman að fjöldahreyfingu, sem var þess megnug að gefa landsmönnum trú á að fólkið væri ekki lengur selt undir óumflýjanleg örlög þegar krabbamein er annars vegar. Ég vil nota þetta tækifæri til að votta minningu þeirra manna, sem hófu merki þessa félags, mína dýpstu lotningu. Nöfn þeirra munu ekki gleymast og megi þeir verða okkur ævarandi fordæmi um, hverju hugsjónir einstaklinga og óbilandi baráttuþrek færáorkað. Krabbameinsfélag íslands er ennþá vettvangur einstaklinga sem eiga sér háleita hugsjón og það er ! I 1951 - 27. JIJNI 1981 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.