Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 34

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 34
KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLAADS 30ÁRA árabil verið Ieit að krabbameini á byrjunarstigi, en einmitt á því sviði er hægt að ná ótrúlegum árangri. Það hefur sannast áþreifanlega með leit að leghálskrabbameini og leitt tii þess að dánartíðni af völd- um þess sjúkdóms er nú hverfandi. Hjá Krabbameinsfélaginu hefur verið fylgst gaumgæfilega með öll- um nýjungum sem gera kleift að finna krabbamein á byrjunarstigi, og mun félagið nú hafa á prjónun- um að skipuleggja allsherjar átak til leitar að brjóstakrabbameini á byrjunarstigi. Á síðustu tíu til fimmtán árum hafa orðið stórstígar framfarir á sviði krabbameinslækninga og eig- "*•*"> rr/y>f„ ’Janní<)u í/ivvflia Minningarkort Krabbameinsfélagsins fást í flestum lyfja- búðum í Reykjavík og nær öllum póstafgreiðslum úti á landi, Lágmarksgjald er 20 krónur. Einnig er tekið á móti beiðnum um sendingu í síma 16947. Þá bætist við 4 kr. innheimtukostnaður, ef sendandi kýs að greiða með gíróseðli. Ágóða af sölu minningarkortanna er varið til baráttunnar gegn krabbameini. Krabbameinsfélagiö. 1951 - 27. JÚNÍ -1981 um við það Krabbameinsfélaginu ekki hvað síst að þakka að okkur hefur tekist að fylgjast með í þeirri þróun. Okkar bíða nú stór verkefni við að koma á fót við Landspítal- ann fullkominni krabbameins- lækningastöð, sem fyrirhuguð er í svokallaðri K-byggingu. Er þess að vænta að fjárveitingavaldið sýni fullan skilning á nauðsyn þess máls og ekki má nú dragast lengur að framkvæmdir verði hafnar. Einn þáttur í starfi Krabba- meinsfélagsins hefur lítið verið nefndur, en hefur svo sannarlega haft sína miklu þýðingu. Félagið hefur með starfi sínu gjörbreytt af- stöðu fólks til þess sjúkdóms sem svo lengi hefur verið talinn yfir- gnæfandi ógnvaldur. Hinir fjöl- mörgu einstaklingar sem læknast hafa af krabbameini, aðstandendur þeirra og vinir hafa verið leystir úr fjötrum áhyggju og kvíða, sem lengstum hefur fylgt þessum sjúk- dómi en I þess stað hefur komið öryggi og fullvissa um að bati er í flestum tilfellum mögulegur. Þessi umskipti hafa losað ótrúlegan fjölda fólks úr áþján, sem enginn skilur nema sá sem reynt hefur. Þetta hefur leitt til þess að sjúkl- ingar þeir sem læknast hafa af krabbameini geta horfst í augu við hinar sálrænu afleiðingar, sem flestir ganga í gegnum að lokinni lækningu. Samtök þessa fólks hafa þannig hjálpað fjölda mörgum til að öðlast á ný fótfestu í lífsins starfi og leik. Mörg og stór verkefni bíða úr- lausnar á komandi árum. Það er ósk mín til þessa félags að það megi eflast að kröftum og að starf þess dafni til heilla fyrir alla landsmenn. Ég vil að síðustu færa Krabba- meinsfélagi íslands og forráða- mönnum þess, svo og starfsliði fé- lagsins, mínar bestu heillaóskir í tilefni af þessum tímamótum. □ 34 Fréltabréf um HEILBRIGÐISMAL 3/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.